Máttur Indlands eflist í Formúlu 1 13. apríl 2010 13:55 Adrian Sutil og Lewis Hamilton börðust af kappi í síðustu keppni og það sýnir styrk Force India. Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira