Button: Besti tími lífs míns 20. apríl 2010 15:33 Jenson Button og kærasta hans Jessica Mishibata hafa fagnað tveimur sigrum í Formúlu 1, en hún hefur verið á svæðinu í báðum mótum. Mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button. Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Bretinn Jenson Button segir að upplifun sín í Formúlu 1 síðustu mánuði sé sannkallað blómaskeið í lífi hans og hann njóti sín enn betur en í fyrra, en þá varð hann meistari. Hann vann kínverska kappaksturinn um helgina. "Síðasta ár var magnað og reynslan af því að vinna sex mót og að berjast um titilinn í lokin og vinna loks titilinn var sérstök upplifun. Ég vann titilinn og það var alltaf markmið mitt. Á þessu ári hef ég unnið tvö mót af fjórum og þetta er besti tími lífs míns", sagði Button í umfjöllun á autosport.com. "En ég veit jafnframt að næstu 15 mót verða engin barnaleikur. Hvert einasta mót verður erfitt, ólíkt því sem var í fyrstu þremur mótunum í fyrra. Þá vorum við með besta bílinn (Brawn). "Mótið um helgina er það fjórða sem Red Bull var með fljótan bíl. Við höfum verið að elta hraða þeirra, en samt með forystu í stigamótinu, sem er undarleg staða. Ég er hungraður í að bæta bílinn og bæta getuna í tímatökum og við teljum að við getum gert betur hvað þetta atriði varðar." "Við erum allir í titilbaráttu, en það var megin markmið hjá mér að finnast ég hluti af McLaren liðinu. Svo er næsta skref að bíllinn verði hluti af mér og henti mínum akstursstíl. En það er frábært að hafa unnið tvo sigra", sagði Button.
Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira