Tímatakan lykill að sigursókn Hamiltons 16. apríl 2010 09:35 Lewis Hamilton vill slást um sigur í Kína eftir góða frammistöðu á æfingum. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton var ánægður með dagsverkið eftir fyrstu tvær æfingar mótshelgarinnar í Sjanghæ í Kína. Hann náði besta tíma allra ökumanna á brautinni í nótt og varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, sem náði næst besta tíma á tveimur æfingum. Fyrst á eftir Jenson Button og síðan Hamilton. "Við viljum komast í lokaumferð tímatökunnar og ná að vera meðal fimm fremstu. Þá getum við stefnt á sigur", sagði Hamilton eftir æfingarnar. Hann hefur verið ólánsamur í tímatökum og var í tuttugasta sæti á ráslínu síðustu keppni, eftir ógöngur í fyrstu umferð tímatökunnar hjá McLaren liðinu. "Við höfum verið hraðskreiðir í síðustu mótum eins og við höfum sýnt, en ræst aftarlega af stað. Bíllinn virkar vel eins og í Malasíu og við höfum gert lítilsháttar breytingar á honum fyrir mótið." "Við erum jákvæðir eftir fyrstu tvær æfingarnar, en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Við verðum að einbeita okkur að því að ná góðum tíma í tímatökunum", sagði Hamilton.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira