Enski boltinn

Jöfnunarmark á 96. mínútu og United mistókst að komast í þriðja sætið
Manchester United mistókst að komast í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-2 jafntefli á Southampton á heimavelli í kvöld.

Hvaða lið fylgja Liverpool og Man. City í Meistaradeildina?
Nú þegar ljóst er að Manchester City fær að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð er útlit fyrir harða baráttu Chelsea, Leicester og Manchester United um tvö laus sæti fyrir ensk lið í keppninni.

Virgil van Dijk fer „íslensku leiðina“ með treyjunafnið sitt vegna föður síns
Liverpool maðurinn Virgil van Dijk er ekki stoltur af því að bera nafnið sem hann fékk frá föður sínum og það er ekki af ástæðulausu.

Lagerpool leikur ensku meistaranna í spaugilegu ljósi
Liverpool liðið hefur ekki stigið mörg feilspor á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en fékk þó á dögunum mikinn skell á heimavelli fráfarandi meistara.

Manchester City missir ekki sæti sitt í Meistaradeildinni
Manchester City fær að taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins í dag.

Bróðir leikmanns Tottenham skotinn til bana
Bróðir Serge Aurier hjá Tottenham var skotinn til bana í nótt og morðingi hans hefur ekki verið handtekinn.

Solskjær segir að De Gea þurfi á fleiri titlum að halda
David De Gea spilar í kvöld tímamótaleik fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Kemur í ljós í dag hvort Evrópubann Manchester City standi
Í dag verður ljóst hvort bann enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City frá keppnum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, standi eður ei.

Vonir Leicester á Meistaradeildarsæti fara dvínandi
Leicester City beið afhroð er liðið mætti Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alderweireld tryggði Tottenham sigur í Lundúnaslagnum
Tottenham Hotspur hafði betur gegn Arsenal í baráttunni um Norður-Lundúnir í dag. Lokatölur 2-1 þökk sé sigurmarki Toby Alderweireld þegar lítið var eftir af leiknum.

Tólf ára drengur handtekinn vegna rasískra skilaboða
Greint var frá því í dag að Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, hafi fengið vægast sagt ógeðfelld skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa í morgun.

Aston Villa heldur í vonina eftir sigur
Aston Villa sigraði sinn fyrsta leik frá því janúar í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið fékk Crystal Palace í heimsókn í dag.

Pablo Hernandez fór langleiðina með að tryggja Leeds úrvalsdeildarsæti
Leeds er komið langleiðina með að tryggja sér sæti í efstu deild á ný eftir 16 ára fjarveru.

Zaha vaknaði við óhugnanleg skilaboð í morgun
Wilfried Zaha, leikmaður Crystal Palace, fékk vægast sagt ógeðfelld skilaboð frá stuðningsmanni Aston Villa í morgun.

Úlfarnir aftur á sigurbraut er þeir rúlluðu yfir Gylfa og félaga
Wolves vann Gylfa Sigurðsson og félaga í Everton nokkuð örugglega í dag, með þremur mörkum gegn engu.

Drykkjarhlé hafa hvað verst áhrif á Manchester City
Drykkjarpásur um miðbik hvers hálfleiks í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er ein af þeim nýju reglum sem hafa verið í gildi síðan deildin fór aftur af stað í júní. Það hentar liðum í deildinni þó misvel.

Henderson til Chelsea?
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður hafa áhuga á að fá markmanninn Dean Henderson í sínar raðir. Henderson spilar með Sheffield United að láni frá Manchester United.

Stuðningsmaður Man Utd veðjaði aleigunni á að Liverpool myndi vinna titilinn
Tony Ward, stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, veðjaði aleigu sinni á að erkifjendurnir í Liverpool myndu vinna Englandsmeistaratitilinn.

Stórsigur City í gær sá 32. frá því Pep tók við
Manchester City valtaði yfir Brighton & Hove Albion í gær er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta í 32. sinn sem City skorar fjögur eða meira undir stjórn Pep.

Ríkisstjórn Bretlands brýnir fjarlægðarmörk fyrir félögum
Ríkistjórn Bretlands vill að lið ensku úrvalsdeildarinnar virði fjarlægðartakmarkanir sem settar hafa verið.

Skondið mark fullkomnaði þrennu Sterling í öruggum sigri á Brighton
Manchester City vann þægilegan 5-0 útisigur á Brighton & Hove Albion í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markaþurrð McGoldrick á enda er Sheffield kjöldróg Chelsea
Sheffield United vann nokkuð óvæntan 3-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Baráttan um Meistaradeildarsæti er því galopin.

Burnley stöðvaði sigurgöngu Liverpool á Anfield
Liverpool hafði unnið 24 leiki í röð á heimvelli sínum Anfield, áður en Jóhann Berg og félagar í Burnley mættu þangað í dag og náðu í stig.

Brentford lætur toppliðin ekki í friði
Brentford nálgast nú óðum efstu lið í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, en liðið vann sinn sjötta leik í röð í dag þegar liðið mætti Derby County.

Watford og West Ham svo gott sem búin að tryggja sæti sitt í úrvalsdeildinni
Watford er þremur stigum frá fallsæti en þeir fá Newcastle í heimsókn í fyrsta leik dagsins.

Mourinho telur sig geta unnið titla með Spurs: „Hvað tók það Klopp langan tíma?“
Jose Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, er vongóður um að geta unnið titla með liðinu og telur félagið ekki þurfa að ráðast í stórar fjárfestingar í sumar.

Peter Crouch nefnir þrjú lið sem gætu skorað Liverpool á hólm
Peter Crouch, fyrrum atvinnumaður í fótbolta sem hefur meðal annars leikið fyrir Liverpool, Stoke, Tottenham og enska landsliðið, nefnir þrjú lið sem hann telur geta veitt Liverpool samkeppni um Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili.

Man Utd gæti reynt að fá Dembele í sínar raðir
Manchester United gæti mögulega reynt að fá Ousmane Dembélé, leikmann Barcelona, í sínar raðir ef ekkert verður af félagsskiptum Jadon Sancho frá Dortmund til Manchester United.

Samkynhneigður úrvalsdeildarleikmaður sendir frá sér nafnlaust bréf
Samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni greinir frá því í opnu bréfi hvernig það er að þurfa að leyna kynhneigð sinni fyrir liðsfélögum. Hann segist enn ekki geta komið fram undir nafni.

Fulham heldur sigurgöngu sinni áfram og Luton með mikilvægan sigur
Fulham vann sinn fjórða leik í röð í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild Englands, í kvöld þegar liðið sigraði Cardiff 2-0. Luton vann þá mikilvægan sigur á Huddersfield í fallslag í dag.