Martial fékk yfir sig holskeflu rasískra ummæla eftir leik United og Sheffield United í síðustu viku.
Eiginkona Frakkans, Melaine, birti í kjölfarið brot af hótununum sem Martial-fjölskyldunni bárust á Instagram. Þar á meðal voru morðhótanir.
Eftir að hótarnirnar bárust óskaði Martial eftir aukinni öryggisgæslu við heimili sitt og United varð við beiðni hans.
Axel Tuanzebe varð einnig fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum eftir leikinn gegn Sheffield United. Og eftir markalausa jafnteflið við Arsenal í fyrradag varð Marcus Rashford líka fyrir barðinu á rasistum.
United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða.