Manchester City er í góðum málum í ensku úrvalsdeildinni. Þeir unnu nauman 1-0 sigur á Sheffield United í dag. City er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar en Sheffield er á botninum.
City hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og ekki tapað síðan þeir töpuðu gegn Tottenham 21. nóvember. Þeir hafa einnig haldið hreinu í sjö af átta leikjunum og ekki fengið á sig mark síðan 3. janúar.
😲 - @ManCity win 12 matches in a row in all competitions for the first time in their 141 year history. #MCISHU #ManCity
— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 30, 2021
Fyrsta og eina mark leiksins kom strax á níundu mínútu leiksins. Gabriel Jesus skoraði þá eftir að Ferran Torres kom sér í gegnum þó nokkra varnarmann Sheffield United. Lokatölur 1-0 og enn einn sigur City.
Crystal Palace vann 1-0 sigur á Wolves. Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins eftir klukkutíma leik. Palace er í þrettánda sætinu með 26 stig en Wolves er sæti neðar með þremur stigum minna.
WBA og Fulham gerðu svo 2-2 jafntefli. Bobby Reid kom Fulham yfir en Kyle Bartley og Matheus Pereira snéru við taflinu fyrir WBA. Ivan Cavaleiro jafnaði þó metin þrettán mínútum fyrir leikslok og lokatölur 2-2.
Goals conceded:
— Squawka Football (@Squawka) January 30, 2021
⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️⚽️
Goals scored:
⚽️⚽️ https://t.co/7acsvYDlle
Fulham í átjánda sæti með fjórtán stig en WBA sæti neðar með tveimur stigum minna.