Félegaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í gærkvöld en tveimur tímum síðar tilkynnti Southampton að félagið hefði fengið Minamino að láni. Hann kemur í stað Shane Long sem fór til B-deildarfélagsins Bournemouth, sem hafði látið Joshua King fara til Everton.
Minamino, sem er 26 ára, kostaði 7,25 milljónir punda þegar Liverpool fékk hann frá Red Bull Salzburg fyrir ári síðan. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá liðinu og aðeins verið í byrjunarliðinu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
„Takumi gefur okkur nýja sóknarmöguleika og það sem er enn mikilvægara þá er hann rétt týpa af leikmanni fyrir okkur,“ sagði Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton.