Lífið

Von­brigði að að­eins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 

Lífið

Sumar­legt grillsalat að hætti Hildar Rutar

Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi.

Lífið

Um­boðs­maður Jenner lést af slys­förum

Hin 29 ára gamla Sophia Hutchins, umboðsmaður og nán vinkona Caitlyn Jenner, lést í fjórhjólaslysi skammt frá heimili Jenner í Malibu í Kaliforníu síðastliðinn miðvikudag. Ekki liggur fyrir hvar Jenner var stödd þegar slysið átti sér stað.

Lífið

„Því­líkur fílingur bara“

Halla Vilhjálmsdóttir, leikkona og verðbréfamiðlari, birti í dag mynd af sér ásamt knattspyrnukempunni Eiði Smára Guðjohnsen í hringrásinni á Instagram. Þetta er fyrsta myndin sem Halla birtir opinberlega af þeim saman.

Lífið

„Ég fæ alltaf gæsa­húð af góðum texta“

Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. 

Lífið

Rósa og Hersir orðin for­eldrar

Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið

Ein­býli í Breið­holti úr smiðju Rutar Kára

Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

Lífið

„Fólk sleppur ekkert auð­veld­lega frá mér“

„Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum.

Lífið

Stað­festa sam­bands­slitin

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og enski leikarinn Orlando Bloom hafa staðfest að sambandi þeirra sé lokið. Þau segjast í sameiginlegri yfirlýsingu ætla að einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína.

Lífið

Nor­ah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljós­kastarinn vakti mann

Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum.

Gagnrýni

Ætla að synda frá Elliðaey til Heima­eyjar

Félagarnir Pétur Eyjólfsson og Héðinn Karl Magnússon í Vestmannaeyjum ætla að synda saman  laugardaginn 5. júlí í sjónum frá Elliðaey og taka land við veitingastaðinn Tangann í Heimey, í Vestmannaeyjum. Sundið hefst kl 11:00 og mun væntanlega ljúka á milli 13:30 og 14:00.

Lífið

Mun aldrei líta á ástina sem sjálf­sagða

„Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum.

Makamál

Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi

Það ríkti sannkölluð gleðistemning á kvennakvöldi Tilverunnar heilsuseturs á Garðatorgi, þar sem glæsilegur hópur kvenna sameinaðist í nærandi og skemmtilegri kvöldstund. Á dagskránni var einstök blanda af hreyfingu, tónlist, dansi og djúpri slökun sem skapaði fallega heildræna upplifun.

Lífið

Björt og Fannar selja ein­býlis­hús fyrir 90 milljónir

Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Lífið

Lykla-Pétur fauk á haf út

Í október árið 2004 gekk óveður yfir landið og vindhraðinn fór upp í 62 metra á sekúndu. Í óveðrinu braust út eldur í útihúsi á bænum Knerri á Snæfellsnesi sem varð til þess að hlaða og fjárhús brunnu og rúmlega hundrað ær fórust, þar á meðal mörg lömb.

Lífið

Sigraðist á krabba og komst að ó­léttu sam­dægurs

„Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul.

Lífið

Miðar á Kaleo endurseldir á marg­földu verði

Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Lífið

Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag?

„Þetta deyr aldrei, neitar að deyja!“ segir Mollý Jökulsdóttir um lagið Tik Tok skinka, sem varð gríðarlega vinsælt á netinu fyrir fimmtán árum síðan þegar tónlistarmyndband við lagið var sett á Youtube, en þá var Mollý í tíunda bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ.

Lífið

Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Ís­landi

Hjónin Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og athafnakona, og eiginmaður hennar, Gunnar Steinn Jónsson, handboltamaður, hafa ákveðið að flytja aftur til Svíþjóðar eftir fjögurra ára dvöl á Íslandi. Ástæðan er löngun þeirra til að njóta hægara og einfaldara lífs með börnunum sínum.

Lífið