Sport

„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolin­mæði“

Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári.

Golf

Elín Jóna ó­létt og verður ekki með á HM

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni.

Handbolti

„Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“

Knattspyrnusamband Íslands þarf að leggjast yfir málefni kvennalandsliða Íslands í kjölfar vonbrigða á EM samkvæmt fyrrum landsliðskonu sem er þó óviss um framtíð liðsins. Mikilvægt sé að hafa leikmenn með í ráðum varðandi næstu skref.

Fótbolti

Kær­kominn endur­komu­sigur Grind­víkinga

Grindvíkingar sóttu þrjú mikilvæg stig í Grafarvoginn í kvöld þegar liðið sótti Fjölni heim í Lengjudeild karla. Heimamenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með þremur mörkum í seinni hálfleikinn.

Fótbolti

Segir hitann á HM hættu­legan

Veðrið hefur leikið alltof stórt hlutverk á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í sumar þar sem ítrekað hefur þurft að fresta leikjum og nú er hitinn svo mikill að liðin eiga erfitt með að æfa.

Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri

Elísabet Gunnarsdóttir stýrði belgíska landsliðinu til sigurs gegn Portúgal í lokaleik B-riðilsins á Evrópumótinu í Sviss í kvöld í dramatískum leik.

Fótbolti

Giorgi Dik­ha­minjia aftur til Ís­lands

Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dik­ha­minjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu.

Handbolti

Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfinga­leik Liverpool

Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur.

Enski boltinn

Þor­steinn Gauti semur við Sandefjord

Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti