Fréttir

Óboðlegt að fanga­verðir eigi í hættu að stór­slasast í vinnunni

Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent

„Maður er bara ein­hvern veginn að vega salt“

Greiðslubyrði námslána hefur aukist og bera þau nú allt að níu prósent vexti. Alþingi samþykkti nýverið breytingar á námslánakerfinu. Stúdentar segja þær skref í rétta átt en stjórnvöld séu langt frá því að uppfylla markmið um félagslegt jöfnunarkerfi. Greiða þurfi meira af lánum í dag en fyrir upptöku styrkjakerfis þrátt fyrir niðurfellingu höfuðstóls. 

Innlent

Menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir teppi neyðar­við­bragð landsins

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt að menn gabbi viðbragðsaðila í áhættusöm og stór útköll, líkt og útlit er fyrir að gert hafi verið með tilkynningu um ferðamenn sem áttu að sitja fastir í helli í Kerlingarfjöllum. Tilkynningin barst í gegnum netspjall Neyðarlínunnar, en framkvæmdastjóri hennar segir vont ef herða þarf að þeim möguleika.

Innlent

Árni Þórður er látinn

Árni Þórður Sigurðarson, sonur Sigga storms, lést á heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði á mánudag. Hann veiktist lífshættulega árið 2021, en talið var að hann væri orðinn heill.

Innlent

Grunaður um heimilis­of­beldi skömmu fyrir meint mann­dráp

Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl er einnig ákærður fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn henni á sama stað tveimur mánuðum fyrr. Málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær.

Innlent

Ís­land gæti kólnað þrátt fyrir hlýnun á heims­vísu

Undanfarið hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvernig standi á því að sumarið hafi verið svo alíslenskt í Reykjavík í ár og víðar fyrst hnötturinn okkar hlýnar. Til að mynda var heimshitamet slegið þann 22. júlí síðastliðinn og svo aftur daginn eftir en áhrifa þessarar hlýnunar virðist ekkert gæta hér á landi.

Veður

Fann skot­færi úr fórum nas­ista á Hlíðar­fjalli

Brynjar Karl Óttarsson, grunnskólakennari á Akureyri og sagnfræðiáhugamaður, hefur verið að kemba gamalt æfingasvæði Bandamanna frá tímum hernámsins og rakst á nokkuð alveg einstakt nýverið. Hann fann heilt riffilsskot úr fórum nasista. Hann hefur ýmsar kenningar um hvernig gæti mögulega staðið á því að það hafni á Akureyri.

Innlent

Grafalvarlegt mál og við­komandi hvattur til að gefa sig fram

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi lítur það mjög alvarlegum augum að allt bendi til þess að útkall í Kerlingarfjöllum í fyrrakvöld hafi verið gabb. Hann segir alla skilja eftir sig slóð á Internetinu sem nú verði rakin. Hann hvetur viðkomandi til að stíga fram og viðurkenna mistök sín.

Innlent

Lokað vegna linnu­lausrar rigningar

Tjald­svæðinu í Reyk­holti hefur verið lokað vegna mikilla rigninga. Fram­kvæmda­stjóri segir þetta gert til að verja grasið og jarð­veginn en nær linnu­laus væta hefur verið þar að undan­förnu.

Innlent

„Það er greini­lega bara eitt­hvað djók að nauðga“

Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu.

Innlent

Gabbút­köll skapi mjög al­var­lega stöðu fyrir þyrlu­sveitina

Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. 

Innlent

Sex vilja stýra Jafn­réttis­stofu

Sex umsækjendur eru um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem forsætisráðherra auglýsti um miðjan júní. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst en stofan er staðsett á Akureyri.

Innlent

Stjúp­sonur norska prinsins hand­tekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.

Erlent

Steypi­reyður strandaði við Þor­láks­höfn

Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða.

Innlent

Piltar undir sak­hæfis­aldri á bak við skemmdar­verkin

Tveir ungir piltar reyndust á bak við umfangsmikil skemmdarverk sem unnin voru á Húnaskóla á Blönduósi í gærnótt. Vilhjálmur Stefánsson, lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra segir að piltarnir séu ljúfir, og þeir hafi ekki endilega ætlað sér að vinna skemmdarverk. Þeir séu mjög ungir.

Innlent