Fréttir Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. Innlent 28.2.2025 08:54 Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Erlent 28.2.2025 08:52 Séra Vigfús Þór Árnason látinn Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Innlent 28.2.2025 08:32 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Á fundinum verður nýr formaður kjörinn og nýr varaformaður. Innlent 28.2.2025 07:25 Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi. Veður 28.2.2025 07:09 „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.2.2025 07:03 Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Erlent 28.2.2025 06:59 „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Erlent 27.2.2025 23:00 Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Innlent 27.2.2025 21:48 Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Innlent 27.2.2025 21:00 Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu. Innlent 27.2.2025 20:11 Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27.2.2025 20:05 Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Innlent 27.2.2025 20:02 Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Innlent 27.2.2025 19:02 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Erlent 27.2.2025 19:00 Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. Innlent 27.2.2025 18:17 Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði. Innlent 27.2.2025 18:02 Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Erlent 27.2.2025 17:31 Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Dómendur á öllum dómstigum hafa hafnað því að stefna hafi verið réttilega birt manni, sem staðfesti rafræna afhendingu stefnunnar með rafrænni undirritun. Innlent 27.2.2025 17:03 Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Innlent 27.2.2025 16:50 María Heimisdóttir skipuð landlæknir María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Innlent 27.2.2025 16:35 Ekki valin en draumurinn lifir Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 27.2.2025 16:26 Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Innlent 27.2.2025 16:08 „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. Innlent 27.2.2025 15:49 Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Kristján Markús Sívarsson hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember á heimili sínu í Hafnarfirði beitt konu gríðarlegu ofbeldi. Innlent 27.2.2025 15:00 Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Jakob Tryggvason er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut tæp 73 prósent greiddra atkvæða á aukaþingi RSÍ en Ágúst Hilmarsson hlaut rúm 25 prósent atkvæða. Innlent 27.2.2025 14:56 Öcalan vill leysa upp PKK Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár. Erlent 27.2.2025 14:55 Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur. Innlent 27.2.2025 14:12 Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 27.2.2025 13:50 Flokki fólksins einum refsað Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Innlent 27.2.2025 12:43 « ‹ 44 45 46 47 48 49 50 51 52 … 334 ›
Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er. Innlent 28.2.2025 08:54
Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar. Erlent 28.2.2025 08:52
Séra Vigfús Þór Árnason látinn Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Innlent 28.2.2025 08:32
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Á fundinum verður nýr formaður kjörinn og nýr varaformaður. Innlent 28.2.2025 07:25
Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Víðáttumikil lægð á Grænlandshafi stýrir veðrinu í dag og má reikna með sunnan hvassviðri eða stormi og rigningu sunnan- og vestantil. Úrkomulítið verður þó á Norðausturlandi. Veður 28.2.2025 07:09
„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks. Innlent 28.2.2025 07:03
Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Erlent 28.2.2025 06:59
„Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist vilja friðarsamkomulag varðandi innrás Rússa í Úkraínu áður en hægt sé að senda evrópska hermenn til Úkraínu til að tryggja frið. Þá gaf hann í skyn að samkomulag milli hans og Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, gæti táknað aðkomu Bandaríkjanna að öryggistryggingu handa Úkraínumönnum. Erlent 27.2.2025 23:00
Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um. Innlent 27.2.2025 21:48
Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Innlent 27.2.2025 21:00
Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu. Innlent 27.2.2025 20:11
Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Innlent 27.2.2025 20:05
Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið. Innlent 27.2.2025 20:02
Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði. Innlent 27.2.2025 19:02
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Erlent 27.2.2025 19:00
Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí. Innlent 27.2.2025 18:17
Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði. Innlent 27.2.2025 18:02
Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Erlent 27.2.2025 17:31
Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Dómendur á öllum dómstigum hafa hafnað því að stefna hafi verið réttilega birt manni, sem staðfesti rafræna afhendingu stefnunnar með rafrænni undirritun. Innlent 27.2.2025 17:03
Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Innlent 27.2.2025 16:50
María Heimisdóttir skipuð landlæknir María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Innlent 27.2.2025 16:35
Ekki valin en draumurinn lifir Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. Innlent 27.2.2025 16:26
Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí. Innlent 27.2.2025 16:08
„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig. Innlent 27.2.2025 15:49
Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Kristján Markús Sívarsson hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember á heimili sínu í Hafnarfirði beitt konu gríðarlegu ofbeldi. Innlent 27.2.2025 15:00
Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Jakob Tryggvason er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut tæp 73 prósent greiddra atkvæða á aukaþingi RSÍ en Ágúst Hilmarsson hlaut rúm 25 prósent atkvæða. Innlent 27.2.2025 14:56
Öcalan vill leysa upp PKK Abdullah Öcalan, leiðtogi PKK, uppreisnarsamtaka Kúrda, vill að liðmenn þeirra leggi niður vopn og að samtökin verði leyst upp. Þetta kann að marka endalok átaka sem hafa staðið milli Kúrda og tyrkneskra stjórnvalda í um fjörutíu ár. Erlent 27.2.2025 14:55
Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur. Innlent 27.2.2025 14:12
Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 27.2.2025 13:50
Flokki fólksins einum refsað Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum. Innlent 27.2.2025 12:43