Innlent

Vonast til að raf­magn verði komið á seinni partinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tálknfirðingar hafa verið án rafmagns síðan í nótt.
Tálknfirðingar hafa verið án rafmagns síðan í nótt. Sigurjón Ólason

Rafmagnslaust hefur verið á Tálknafirði síðan á öðrum tímanum í nótt. Vonir standa til að rafmagn verði komið aftur á í þorpinu seinni partinn.

Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, segir að bilun hafi komið upp í spenni á Keldeyri í Tálknafjarðarbotni. Vinnuflokkar ættu að vera komnir á staðinn og viðgerð hafin. 

„Það standa vonir til þess að við getum tengt spenni sem er á staðnum. Við gripum til þess fyrst og vonandi gengur það upp,“ segir Elías í samtali við fréttastofu.

Gangi það ekki upp verði fengnar varaaflsvélar frá Landsneti, sennilega úr Stykkishólmi, sem yrðu notaðar til að koma rafmagni á aftur.

Elías segist bjartsýnn á að rafmagn verði komið aftur á seinni partinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×