Everton hefur rekið Marco Silva úr starfi knattspyrnustjóra liðsins.
Silva stýrði Everton í síðasta sinn í 5-2 tapi fyrir Liverpool á Anfield í gær. Hann skilur við Everton í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Silva tók við Everton fyrir síðasta tímabil og var með liðið í eitt og hálft ár. Silva stýrði liðinu í 60 leikjum. Everton vann 24 þeirra, gerði tólf jafntefli og tapaði 24.
Næsti leikur Everton er gegn Chelsea í hádeginu á laugardaginn.
