EM 2015 í Berlín

Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“
Íslenska landsliðið í körfubolta virðist hafa vakið mikla hrifningu á Eurobasket í Berlín en fjölmargir höfðu orð á því hversu vel þeir hefðu staðið sig á samskiptamiðlunum í gær.

Er körfuboltinn kominn heim?
Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu.

Þessi lið mætast í 16-liða úrslitunum á EM
Riðlakeppninni á Evrópumótinu í körfubolta lauk í dag en nú er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum.

Logi gleymir þessu skoti ekki í bráð | Myndir
Íslenska landsliðið lauk leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar það tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi.

Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“
Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta

Pavel: Við erum þetta pirrandi litla systkini
Pavel Ermolinskij var ánægður með frammistöðu Íslands gegn Tyrklandi.

Martin: Ætla að taka sex Evrópumót í viðbót áður en ég hætti
Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með íslenska körfuboltalandsliðnu á Evrópumótinu í Berlín en hann var með 6 stig og 3 stoðsendingar á móti Tyrkjum í kvöld.

Jón Arnór semur við Valencia
Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni.

Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal.

Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta
Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld.

Logi: Ég tróð mér inná í lokin
Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.

Gæsahúð í þriðja veldi: Íslenskir stuðningsmenn sungu „Ég er kominn heim“
Strákarnir í landsliðinu í körfuknattleik hafa gert stuðningsmenn sína stolta á Evrópumótinu um helgina.

Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu
Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102.

Dramatísk stund þegar Dirk Nowitzki kvaddi | Einn út á miðju gólfi
Dirk Nowitzki lék í kvöld líklega síðasta landsleik sinn á ferlinum þegar Þýskaland tapaði með einu stig á móti Spáni í fimmta og síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins.

Spánverjar sendu heimamenn út úr Evrópumótinu eftir spennuleik
Spánn vann eins stigs sigur á Þýskalandi, 77-76, í æsispennandi síðasta leik liðanna í B-riðli okkar Íslendinga en Þjóðverjar unnu þar með bara Ísland á Evrópumótinu og eru úr leik.

Arnar: Besti maður Íslands á þessu móti eru stuðningsmennirnir
Arnar Guðjónsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins, var ánægður með frammistöðu strákanna í gær þrátt fyrir tap á móti Spáni en hann segir strákanna vera ákveðna í að koma ekki heim án sigurs.

Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld
Ísland leikur lokaleik sinn á Eurobasket í kvöld gegn Tyrklandi en Tyrkirnir hafa tekið flest sóknarfráköst á mótinu hingað til. Hafa leikmenn tyrkneska landsliðsins tekið niður að meðtali 14,5 sóknarfrákast í leik.

Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér
Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM
Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár.

Serbía ekki í vandræðum með Ítalíu
Serbía vann öruggan 19 stiga sigur á Ítölum í fyrsta leik dagsins á EM í körfubolta í Berlín en leiknum lauk með 101-82 sigri Serbana. Unnu þeir því alla fimm leiki sína í riðlakeppninni en Ítalir gátu með sigri stolið toppsætinu í B-riðli.

Serbarnir unnu íslenska riðilinn á fullu húsi | Léku sér að Ítölum í dag
Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum.

Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra
Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði.

Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum.

Pavel: Biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í körfuna
Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn.

Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur
"Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel.

NBA-veisla í íslenska teignum
Ísland tapaði með 26 stiga mun á móti tvöföldum Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í körfubolta í gær en spænska uppskrifin í gær var að fara stanslaust inn á NBA-stjörnur sínar. "Það var eins og hann vissi ekki af mér,“ sagði Pavel Ermolinskij um reynsluna af því að dekka Pau Gasol.

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum
Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum

Jakob: Erum bæði svekktir og sáttir
Jakob Örn Sigurðarson var sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Spánverjum.

Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla
Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99.

Hörður Axel: Ég lenti á vegg í byrjun leiks
Hörður Axel Vilhjálmsson hitti ekki vel á móti Spánverjum í kvöld og viðkenndi það eftir leikinn að hann hafi lent á vegg í leiknum sem Spánverjar unnu með 26 stigum.