Hlynur: Höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 22:38 Hlynur Bæringsson og Logi Gunnarsson eftir leikinn. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hálfklökkur þegar hann hitti blaðamann eftir allan sönginn og gæsahúðarmómentin með íslenska stuðningsfólkinu inn í sal. „Þetta er nánast ólýsanlegt og þetta er bara partý. Þetta er búin að vera ótrúleg vika og við og þetta fólk sem kom til að styðja okkur höfum gert þetta saman að ótrúlegri lífsreynslu," sagði Hlynur eftir leikinn á móti Tyrklandi sem tapaðist reyndar í framlengingu en það er ekki hægt að kalla íslensku strákana annað en sigurvegara. „Ég mun eiga þessar stundir í kollinum á meðan ég er á lífi. Á meðan eitthvað er eftir í kollinum á mér þá mun ég muna eftir þessum stundum hér í Berlín. Stundum er lífið gott og það er búið að vera það þessa viku," sagði Hlynur. Hlynur var með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum. „Ég er eiginlega bara búinn að gleyma leiknum og það móment er bara farið. Það er auðvitað svekkjandi að hafa tapað en hugurinn er allt annars staðar. Þetta var tilfinningarússibani en þeir eru sterkir og kláruðu þetta," sagði Hlynur. „Þetta er fyrsta skrefið. Við erum búnir að hafa góðar fyrirmyndir í þessu eins og fótbolta- og handboltalandsliðin. Núna fengum við að taka fyrsta skrefið okkar og erum komnir inn á okkar fyrsta mót. Nú verður það kannski næsta kynslóð sem nær þessum fyrsta sigri," sagði Hlynur. Er þetta endastöð hjá Hlyni með landsliðinu? „Það getur vel verið. Ég veit það ekki. Ég hræðist það svolítið þegar þetta er allt búið. Nú fer maður bara í hversdagshjakkið. Það getur vel verið að ég komi aftur en þetta er orðið svolítið tímafrekt," sagði Hlynur. „Þetta er engin kvöð fyrir mig og ótrúlega gaman. Það eina sem er að maður er mikið frá fjölskyldunni. Annars er alltaf gaman að koma í landsliðið og það þarf svo sem ekki að pína mig," sagði Hlynur að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Sjá meira
Logi: Ég tróð mér inná í lokin Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum. 10. september 2015 22:22
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00
Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. 10. september 2015 22:31