Verkfall 2016

Inngrip ríkisstjórnar ekki ákjósanlegt en skiljanlegt
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að inngrip stjórnvalda í kjaradeilu flugumferðarstjóra og SA sé skiljanlegt en ekki ákjósanlegt.

Alþingi kemur saman í dag
Gera má ráð fyrir að þar verði fjallað um tvö frumvörp innanríkisráðherra um aðgerðir vegna kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins.

Kjaradeila flugumferðarstjóra: Fá frest til 24. júní til að semja
Alþingi verður kallað saman og leggja á fram frumvörp þess efnis að deiluaðilar fái frest til 24. júní til þess að leysa deiluna, ella verði gerðardómur kvaddur til.

Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra
Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins.

Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð
Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi.

Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar.

Áfram ekkert áætlunarflug vegna veikinda
Veikindi í röðum flugumferðarstjóra sem eru í yfirvinnubanni.

Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta
Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra.

Áhyggjufull vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra
Samtök ferðaþjónustunnar segja það óásættanlegt að ferðaþjónustunni sé stefnt í hættu með yfirvinnubanni flugumferðarstjóra.

Starfsmenn í Straumsvík komnir aftur til starfa
"Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Fundað í álversdeilunni í dag
Engin lausn í sjónmáli, segir talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík.

Stjórnendur í álverinu fá frí í dag
Flutningaskipi seinkar um tæpan sólarhring. Deiluaðilar funda hjá sáttasemjara í dag.

Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika
Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum.

Skipið verður fyllt af tómum gámum
Flutningaskipið mun ekki leggja úr höfn í kvöld.

Telur ólíklegt að stjórnendum takist að fylla skipið
Farmurinn orðinn nokkuð stór, segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Forsendur kjarasamninga hafa staðist
Forsendunefnd samningsnefnda ASÍ og SA fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum.

Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli
Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip.

Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag
Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag.

Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum
„Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins.

Sáttafundi í álversdeilunni lokið án árangurs
Annar fundur hefur ekki verið ákveðinn en lögum samkvæmt ber ríkissáttasemjara að boða til annars fundar innan tveggja vikna.

Verkfall hófst á miðnætti
Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins.

Álverið hefur nú þegar skaðast af aðgerðum
Ólafur Teitur Guðnason segir kaupendur áls frá álverinu í Straumsvík hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsdómur kemur saman seinnipartinn í dag vegna deilunnar.

Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku
Talsmaður starfsanna í álverinu í Straumsvík segir fyrirtækið vera í einkennilegum skollaleik. Ef útflutningsbann verði dæmt ólöglegt verði boðað til nýrra aðgerða.

Pína á álverið að samningaborðinu
Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA.

Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða
Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall.

Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“
Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér.

Samningi landað við ríkið eftir 27 ára bið
Um miðjan mánuð kemur í ljós hvort samningar sem skrifað var undir í Karphúsinu aðfaranótt þriðjudags verði samþykktir. Verkfalli vélstjóra og skipstjórnarmanna var frestað og verkfalli flugvirkja hjá Samgöngustofu aflýst.

Flugvirkjar sömdu við ríkið
Ótímabundnu verkfalli flugvirkja Samgöngustofu, sem hófst 11. janúar, aflýst.

Vélstjórar og skipstjórnarmenn sömdu við skipafélögin
Verkfall vélstjóra og skipstjórnarmanna hófst á miðnætti en var frestað klukkan þrjú í nótt þegar kjarasamningar voru undirritaðir.

Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum.