Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. febrúar 2016 16:27 Deilan í álverinu hefur staðið mánuðum saman. Vísir/GVA Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Rio Tinto Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík (ISAL), hefur óskað eftir því við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu að lagt verði lögbann við þeirri aðgerð aðila á vegum Verkalýðsfélagsins Hlífar að meina yfirmönnum hjá fyrirtækinu að lesta áli um borð í skip til útflutnings. Telur ISAL að tuttugu og fimm yfirmönnum, auk forstjóra, framkvæmdastjóra og stjórnar, sé heimilt að lögum að skipa álinu út. Verkfallsverðir stöðvuðu útskipun um tuttugu yfirmanna í álverinu á áli í Straumsvík á miðvikudagsmorgun í síðustu viku en þá höfðu Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins og aðrir stjórnendur, lestað um fimm hundruð tonnum af áli um borð í flutningaskip sem hélt svo áleiðis til Rotterdam með aðeins einn tíunda af þeim farmi sem fyrirhugað var að það tæki hér. Verkfall hafnarstarfsmanna álversins hófst á miðvikudaginn í síðustu viku. Er verkfallinu ætlað að koma í veg fyrir að ál frá Straumsvík verði flutt út til viðskiptavina fyrirtækisins.Megi yfirmenn ekki lesta ál til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingarÍ tilkynningu frá ISAL segir að fyrirtækið leiti leiða til að standa við skuldbindingar sínar við viðskiptavini enda byggi fyrirtækið tilveri sína á því. Telur fyrirtækið að komi verkfallið í veg fyrir að yfirmenn geti lestað ál um borð í skip til útflutnings hafi það grafalvarlegar afleiðingar fyrir ISAL og svipti fyrirtækið öllum tekjum um ófyrirséðan tíma, enda er verkfallið ótímabundið. Álið frá ISAL er flutt út vikulega og er söluverðmæti hvers farms um það bil einn milljarður króna. Samninganefndir Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík komu saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag þar sem þess er freistað að leita lausna í deilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54 Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25 Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58 Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Um hvað snýst kjaradeila verkalýðsfélaga starfsmanna í ISAL? Í fyrsta lagi snýst deilan um að samið verði á sömu nótum og samið hefur verið um á íslenskum vinnumarkaði. Í rammasamkomulagi verkalýðsfélaga og atvinnurekenda var samið um 32% hækkun frá 1. maí 2013 til 31. des 2018, með þeirri viðbót sem verið er að greiða atkvæði um þessa dagana. 25. febrúar 2016 07:00
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Óvænt boðað til sáttafundar í álversdeilunni Ríkissáttasemjari hefur kallað deiluaðila í álverinu í Straumsvík til sáttafundar á mánudag. Næsta útskipun ætti að verða á þriðjudag. 27. febrúar 2016 14:54
Lausna leitað í álversdeilunni hjá sáttasemjara í dag Næsta skip væntanlegt til Straumsvíkur í dag. 29. febrúar 2016 11:25
Heldur til Rotterdam með einn tíunda af fyrirhuguðum farmi Flutningaskip sem átti að lesta ál í Straumsvík og er þar í höfninni verður gert sjóklárt með morgninum. 25. febrúar 2016 07:58
Verkfall hófst á miðnætti Félagsdómur úrskurðaði í gærkvöldi að útflutningsbann starfsmanna í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík væri löglegt og hófst það því á miðnætti. Mun því ekkert ál verða flutt út frá Straumsvíkurhöfn á næstunni. Dómurinn kom saman í kjölfar þess að Samtök atvinnulífsins kærðu bannið fyrir hönd álversins. 24. febrúar 2016 07:00