Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 13:32 Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“ Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31
Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18
Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13
Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18