Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 13:32 Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“ Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31
Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18
Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13
Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18