Starfsmenn í Straumsvík komnir aftur til starfa sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2016 12:32 "Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir," segir formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Vísir/Vilhelm Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka. Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Vinnustöðvun í álverinu í Straumsvík hefur verið frestað tímabundið á meðan greidd verða atkvæði um miðlunartillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram á laugardag. Reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir fljótlega eftir páska. „Verkfallinu er frestað frá laugardeginum og þangað til niðurstöður atkvæðagreiðslna liggja fyrir, sem er þá 11. apríl. Það verður svo núna á næstunni sem menn reyna að kynna þetta fyrir starfsmönnum fyrirtækisins sem hafa þá umhugsunarfrest yfir páska," segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar. Ríkissáttasemjari taldi ljóst að frekari sáttaumleitanir myndu ekki bera árangur og lagði því fram miðlunartillögu í kjaradeilu verkalýðsfélaga í álverinu. Haldnir hafa verið 39 sáttafundir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. Þá hefur verið boðað til allsherjarverkfalls í tvígang á þessum tíma en hætt var við þau í bæði skiptin. Um tíma var yfirvinnubann í gildi en hinn 1. mars síðastliðinn hófst ótímabundin vinnustöðvun á útflutningi á áli. Kolbeinn segist aðspurður ekki geta svarað til um það hvort von sé á að tillagan verði samþykkt, né hvers eðlis hún sé. „Ég get ekkert sagt til um það. Við leggjum þetta alfarið í mat þeirra sem starfa þarna á vinnustaðnum og það er þeirra að dæma og sjá hvað er inni í miðlunartillögunni. Ég held það sé rétt að bíða eftir að þeir gefi svar sitt." Verði tillagan samþykkt lýsa deiluaðilar því yfir að ágreiningi sé lokið, ásamt því sem fyrirtækið skuldbindur sig til að draga málshöfðun vegna lögbanna til baka.
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00 Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45 Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26 Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00 Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Slæmt að yfirmenn standi í útskipun "Þeir hafa mikilvægum skyldum að sinna annars staðar í verksmiðjunni sem er ekki sinnt á meðan. Það er vissulega mjög slæmt,“ segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, um yfirmenn álversins í Straumsvík sem hafa gengið í störf hafnarverkamanna fyrirtækisins undanfarið og sinnt útskipun á meðan á verkfalli stendur. 10. mars 2016 07:00
Ríkissáttasemjari leggur fram miðlunartillögu í ISAL deilunni "Ljóst er að kjaradeilan hefur nú þegar valdið fyrirtækinu sem og starfsmönnum þess miklu tjóni og því brýnt að leitað sé allra leiða til lausnar henni.“ 19. mars 2016 18:45
Fleiri stjórnendur ÍSAL fá að ganga í störfin Alls nítján yfirmenn álversins í Straumsvík mega ganga í störf hafnarverkamanna. 8. mars 2016 10:26
Deilan harðnar hjá ISAL í Straumsvík Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lögbann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 17. mars 2016 07:00
Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Formaður Hlífar segir Ísal vilja allt eða ekkert í kröfu fyrirtækisins um aukna útvistun starfa hjá álverinu. 9. mars 2016 14:29