EM 2016 í Frakklandi

Rooney sló markametið
Wayne Rooney sló markamet enska landsliðsins þegar hann skoraði seinna mark Englands í 2-0 sigri á Sviss á Wembley í E-riðli undankeppni EM 2016.

Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands
"Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck.

Enn og aftur baulað á Pique í landsleik vegna pólitískra skoðanna hans
Stór hluti stuðningsmanna spænska landsliðsins lætur miðvörðinn ekki í friði í landsleikjum.

Þjálfari AGF bauð Elmar velkominn með blómum og kampavíni
Theodór Elmar Bjarnason fékk alvöru móttökur hjá félagsliði sínu í Danmörku í dag.

Þjóðverjar unnu Skota í hörkuleik | Dönum tókst ekki að skora gegn Armeníu
Átta leikir fóru fram í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Wilmots ekki sáttur með Hazard
Þrátt fyrir að hafa skorað sigurmark Belgíu gegn Kýpur í undankeppni EM 2016 í gær var landsliðsþjálfarinn Marc Wilmots ekki sáttur með frammistöðu Edens Hazard í leiknum.

Landsliðsmennirnir tóku pásu frá borðhaldinu til að fagna með Tólfunni - Myndbönd
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gærkvöldi farseðilinn á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.

Ísland gæti spilað leik á EM 17. júní
Verði strákarnir dregnir í D-riðil EM 2016 fær þjóðin leik á EM á sjálfan Þjóðhátíðardaginn.

Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa
Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur.

Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM
Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein.

Björgvin Páll: Hættum að berjast innbyrðis og fögnum öllum landsliðunum okkar
Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta segir nóg fyrir Ísland að þurfa alltaf að berjast við fjölmennari þjóðir. Hættum metingi milli afreka.

KSÍ fær 1,7 milljarða króna frá UEFA vegna þátttöku Íslands á EM
Verðlaunafé hækkar mikið á milli móta og getur KSÍ fengið enn meiri pening geri strákarnir góða hluti á EM.

England, Tékkland og svo litla Ísland
Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum.

Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane
Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni.

Biðin er loksins á enda
Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok.

Myndasyrpa frá leiknum og fagnaðarlátunum eftir leik
Íslensku landsliðsmennirnir tryggðu sér í kvöld sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á stórmóti í karlaflokki.

Myndasyrpa frá fögnuðinum á Ingólfstorgi
Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki.

Lars: Ég er ekki hetja
Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson lýstu þakklæti sínu og stolti á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld.

Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM
Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu.

Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband
Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld.

Raggi um plönin í kvöld: "No comment"
"Eftir þennan leik þá er ekki hægt að vera sáttur með spilamennskuna, hún var ömurlegt en þetta afrek er alveg hreint ótrúlegt,“ segir Ragnar Sigurðsson, eftir að hafa tryggt sér á EM í knattspyrnu á næsta ári í Frakklandi.

Heimir: Eiginkonan fær fyrsta símtalið
Landsliðsþjálfarinn gerði hlé á viðtali til að hlusta á Tólfuna sem var enn að syngja.

Gæsahúðarmyndbönd frá Laugardalsvelli
Fögnuður íslensku strákanna var ósvikinn í leikslok þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sig í fyrsta skipti á stórmót í knattspyrnu karla.

Eiður Smári: Ætli EM verði ekki bara að duga
Eiður Smári Guðjohnsen var að vonum kampakátur eftir að Ísland tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi sem fram fer næsta sumar þó hann hafi verið ónotaður varamaður í kvöld.

Jón Daði: Þetta er bara lygilegt
"Þetta er bara lygilegt ef maður á að segja alveg eins og er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðins, eftir leikinn gegn Kasakstan í kvöld. Ísland tryggði sér sæti á fyrsta stórmótið í sögu þjóðarinnar eftir 0-0 jafntefli.

Kári: Við erum besta liðið í þessum riðli svo einfalt er það
Miðvörður íslenska liðsins vildi sigur í kvöld og stefnir að því að vinna riðilinn.

Jóhann Berg: Það verður fagnað alls staðar í kvöld
"Þetta er yndislegt. Maður trúir því varla að litla Ísland sé mætt á EM. Þetta er þvílík veisla,“ sagði vægast sagt glaðbeittur Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið við Kaskstan í kvöld.

Hannes: Getum verið stoltir að klára þetta með tvo leiki til góða
Markvörður Íslands segir okkar menn vera með besta liðið í riðlinum.

Birkir Bjarna: Erum búnir að spila vel síðustu fjögur ár
Birkir Bjarnason átti erfitt með að koma tilfinningum sínum í orð þegar hann ræddi við blaðamenn eftir að Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn í kvöld.

Aron Einar: Maður á eftir að fatta þetta almennilega
"Ég á bara ekki til orð,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa tryggt sér á Evrópumótið í Frakklandi á næsta ári.