Skroll-Íþróttir

Sunnudagsmessan: Hefur Pamela loksins rétt fyrir sér?
Spáhundurinn Pamela spáir Manchester City sigri gegn Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem fram fer í kvöld.

Jafntefli hjá Íslandi og Noregi í dag
U-21 landslið Íslands og Noregs gerðu í dag jafntefli, 25-25, í vináttulandsleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Strandgötu í dag.

Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“
„Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum.

Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“
„Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

Ingi Þór: „Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur“
„Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells í kvöld eftir 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.

Adolf Ingi tekur viðtal við lukkudýr EM
Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttaritari Rúv, fer mikinn í Noregi þessa dagana þar sem hann fjallar um EM kvenna í handbolta fyrir evrópska handknattleikssambandið.

Sunnudagsmessan: Framherjar Everton eru í basli
Everton hefur átt í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er keppnistímabilinu. Liðið er í 15. sæti með 18 stig þegar 17 umferðum er lokið og vekur það athygli að framherjar liðsins hafa aðeins skorað 2 af alls 18 mörkum liðsins.

Fimm flottustu mörk umferðarinnar - myndband
Mark Andy Carroll fyrir Newcastle gegn Liverpool um helgina hefur verið valið flottasta mark umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Hinn grjótharði Carroll innsiglaði þá 3-1 sigur Newcastle á Liverpool í fyrsta leik undir stjórn Alan Pardew.

Glæsiskalli Park og vítaklúður Rooney - myndband
Man. Utd skellti sér aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Arsenal, 1-0, á Old Trafford.

Sunnudagsmessan: Pamela tippar á jafntefli í stórleik Man Utd gegn Arsenal
Það verður spennandi að sjá hvort spádómur hundsins Pamelu rætist en hún spáir því að Manchester United og Arsenal geri jafntefli í stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Pamela hafði kolrangt fyrir sér fyrir viku þegar hún spáði Aston Villa sigri gegn Liverpool.

Þrír sigrar í röð hjá Valsmönnum - myndir
Valsmenn eru búnir að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að Óskar Bjarni Óskarsson og Heimir Ríkarðsson tóku við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Liðið vann fyrsti sigra á Selfoss í bæði deild og bikar og fylgdi því síðan eftir með glæsilegum tíu marka sigri á HK í Digranesinu í gær.

Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu
Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn.

Öll mörkin og tilþrifin úr leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinn á visir.is
Newcastle kom flestum á óvart í dag með 3-1 sigri gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinn í knattspyrnu. Alls fóru sex leikir fram í dag laugardag og er hægt að sjá öll mörk dagsins á sjónvarpshluta visir.is með því að smella á íþróttir.

Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar.

Myndasyrpa úr leik Ísraels og Íslands
Ísrael vann í kvöld 3-2 sigur á íslenska landsliðinu í vináttulandsleik sem fór fram í Tel-Aviv í kvöld.

Fjölnir stóð í KR
Hið unga og skemmtilega lið Fjölnis stóð sig vel gegn meistaraefnunum í KR í gær. KR-ingar stigu þó upp undir lokin og lönduðu sigri.

KR lagði Snæfell
KR-stúlkur unnu fínan sigur á ungu liði Snæfells í Vesturbænum í gær en stelpurnar úr Hólminum bíða enn eftir fyrsta sigri sínum í vetur.

Leikur Ítala og Serba flautaður af eftir 7 mínútur - myndir
Skoski dómarinn Craig Thomson flautaði af leik Ítala og Serba eftir aðeins sjö mínútur í undankeppni EM í gærkvöldi. Ástæðan voru óeirðir á pöllunum á Stadio Luigi Ferraris velinum í Genóa en öfga-stuðningsmenn Serba létu þá öllum illum látum og skutu meðal annars eldflaugum inn á völlinn.

Portúgal lagði Ísland
Laugardalsvöllurinn var þéttsetinn á leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM 2012 í gær.

Blikar unnu toppslaginn - myndir
Breiðablik er enn á toppi Pepsi-deildar karla eftir góðan 3-1 sigur á KR-ingum í Frostaskjólinu í gær.

Naumt tap gegn Noregi
Ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Noregi í fyrsta leiknum í undnakeppni Evrópumótsins árið 2012. Lokatölur voru 1-2 fyrir Noreg.

FH vann KR enn og aftur
FH fór með sigur af hólmi í baráttunni á KR-vellinum í gær. Vesturbæjarliðið laut enn einu sinni í grasi fyrir meisturunum, nú 0-1.

Mögnuð endurkoma hjá ÍBV
ÍBV sýndi sannkallaða meistaratakta í gær er liðið sótti Fylki heim í Árbæinn. Eftir hálftíma leik var ÍBV manni færra og marki undir.

Ívar slökkti á Stjörnunni
Framarinn Ívar Björnsson var í sviðsljósinu í gær þegar Stjarnan tók á móti Fram á gervigrasinu í Garðabæ.

Mögnuð endurkoma FH
FH-ingar hafa sett topplið ÍBV og Blika sem eru í öðru sæti undir mikla pressu eftir sigurinn á Fylki í gær. Endurkoma liðsins var frábær.

Eyjamenn fengu stig í Kópavogi
ÍBV er enn á toppnum í Pepsi-deild karla eftir að hafa gert 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í Kópavogi í gær.

Langþráður sigur Vals
Lærisveinar Gunnlaugs Jónssonar hjá Val keyrðu glaðir heim úr Árbænum í gærkvöldi eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í háa herrans tíð.

FH og Valur urðu bikarmeistarar um helgina
Íslandsmeistarar FH og Vals bættu bikarmeistaratitlinum við í safnið sitt um helgina en hér eru á ferðinni langsigursælustu liðin í íslenskum fótbolta undanfarin ár.

Brjáluð rigning í Hvaleyrinni í Sveitakeppninni í golfi
GR vann tvöfalt í Sveitakeppninni í golfi sem lauk í dag. Það var slæmt veður á lokadeginum í 1. deildinni sem fram fór á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.

Valskonur unnu bikarinn annað árið í röð
Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn annað árið í röð eftir 1-0 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik VISA-bikar kvenna á Laugardalsvelli í dag.