Skroll-Lífið Kex hostel opnar í Reykjavík Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Lífið 7.5.2011 08:57 Séð og heyrt stúlkan kvödd með söknuði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þjóðþekktar Séð og heyrt stúlkur eins og Birgittu Haukdal söngkonu, Birtu Björnsdóttur fatahönnuð... Lífið 6.5.2011 15:16 Hvaða hamingjupillur tókuð þið inn fyrir þetta viðtal? Síðasti þáttur Hamingjan sanna fór í loftið á Stöð 2 í kvöld og af því tilefni hittust aðstandendur og þátttakendur á Café París í kvöld. Lífið 4.5.2011 21:20 Konan á bak við kynningarefni Eurovisionhópsins Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sá um að hanna og útfæra svokallað press kit eða kynningarpakkann sem Eurovisionhópurinn, Vinir Sjonna, dreifir til fjölmiðlafólks í Dusseldorf. Ólöf sýnir hvað um ræðir og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókarkápa sem hún hannaði er efst á lista í þessari keppni. Lesendur Visis eru hvattir til að kjósa Ólöfu Erlu en hún er komin í úrslit í alþjóðlegri bókarkápukeppni sem ber heitið Gemmell Award eins og sjá má hér. Lífið 3.5.2011 13:12 Kaloríulausar kræsingar Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook. Lífið 29.4.2011 16:14 Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar. Lífið 29.4.2011 15:48 Hvernig verður hárið á prinsessunni? Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn standa vaktina til að lýsa því sem fyrir augu ber í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Við kíktum á Hildi og Svavar nokkrum mínútúm áður en útsendingin hófst eldsnemma í morgun eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. Lífið 29.4.2011 07:31 Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. Lífið 28.4.2011 12:31 Brúðarkjóll Díönu prinsessu Rætt við David Emanuel um brúðarkjól Díönu prinsessu og viðburðaríkan aðdraganda brúðkaupsins. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Lífið 28.4.2011 12:08 Hér er svarið ef þú ert með krullur Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að færa krulluðu hári raka, skerpa á krullunum og koma í veg fyrir að hárið verði úfið. Hún notar undraefni frá Aveda sem heitir Be Curly Style-Prep. Aveda á Facebook Aveda.is Lífið 28.4.2011 08:43 Þetta er algjör snilld í hárið Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn. Lífið 27.4.2011 12:48 Prinsessan hefur hrunið í þyngd Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum. Lífið 26.4.2011 14:09 Hannar föt úr bambus Guðmundur Jörundsson nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sýnir lokaverkefnin sín í Listasafni Reykjávikur, Hafnarhúsinu. Guðmundur notar m.a. leður, ull og bambus í fatnaðinn sem hann hannar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 23.4.2011 17:13 Seldi Dorrit pils Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, Hjördís Gestsdóttir, er með lokaverkefnin sín til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hjördís var að vonum ánægð með að Dorrit Moussaieff forsetafrú pantaði hjá henni sítt pils eftir hana eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 23.4.2011 16:42 Fjölmenni á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00 Lífið 23.4.2011 16:19 Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni. *Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja. Lífið 22.4.2011 10:51 Daníel Óliver opnar sig Í meðfylgjandi myndskeiði opnar söngvarinn Daníel Óliver sig um ástina og hvernig elskhuga hann gæti hugsað sér að eignast. Þá segir Daníel Óliver einnig frá nýja laginu hans Superficial. Lífið 19.4.2011 13:38 10 ára afmæli Fréttablaðsins Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á tíu ára afmælishátíð Fréttablaðsins á laugardaginn. Hátt í tíu þúsund gestir á öllum aldri fögnuðu áfanganum ásamt starfsfólki Fréttablaðsins. Páskaeggjaleit fór fram í Öskjuhlíðinni og boðið var upp á gómsæta tíu metra langa köku með yfir 2000 kökusneiðum sem kláraðist á 45 mínútum. Þá var einnig boðið upp á Svala, heitt kakó og hátt í þúsund vöfflur með rjóma. Skoppa og Skrítla, leikhópurinn Lotta, Friðrik Dór, Pollapönk og Páll Óskar héldu uppi stuðinu og Franzína mús var kynnir. Lífið 17.4.2011 19:51 Afmælispartý Völu Grand Meðfylgjandi myndir voru teknar í 25 ára afmæli Völu Grand á veitingastaðnum Oliver í gærkvöldi. Margt var um manninn og afmælisstelpan í miklu stuði eins og sjá má á myndunum. Pabbi Völu og Haffi Haff héldu tölu áður en hún skar væna sneið af afmælistertunni sem mamma hennar bakaði. Lífið 17.4.2011 10:16 Fjölmenni í afmæli Björgvins Meðfylgjandi myndir voru teknar í Háskólabíó í sextíu ára afmælisveislu Björgvins Halldórssonar eftir síðari tónleika hans í kvöld sem voru vægast sagt frábærir að sögn tónleikagesta. Eins og sjá má á myndunum voru Björgvin og afmælisgestir í hátíðarskapi en hann fékk meðal annars gítar að gjöf frá félögunum. Lífið 17.4.2011 00:03 Stelpur í háum sokkum í eftirpartý á Faktorý Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu Tang Clan sem var frægasta hipphopp hljómsveit veraldar á tíunda áratugnum, hélt tónleika á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af Reykjavík Fashion Festival. Meðfylgjandi má sjá myndir af tónleikunum og eftirpartý RFF á skemmtistaðnum Faktorý þar sem REYK VEEK, sem er hópur íslenskra plötusnúða og raftónlistarmanna, héldu eftirpartý. Þarna hópuðust módelin, hönnuðirnir og pressan saman og hlustuðu á íslenska raftónlist eftir tískusýningarnar á laugardagskvöldinu. Lífið 4.4.2011 09:57 Ef þú varst ekki þarna fylgist þú einfaldlega ekki með Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavík Fashion Festival sem var haldið í Hafnarhúsinu í gærkvöldi þar sem allir helstu tískuhönnuðir landsins komu saman og sýndu hönnun sína. Jón Gnarr borgarstjóri opnaði hátíðina prúðbúinn með rauðan varalit og hélt tilfinningaþrungna ræðu um mikilvægi tísku og varalits. Þá hylltu gestir hönnuðina með hrópum og miklu klappi í lok hverrar sýningar en það var Margeir sem sá um tónlistina við tískusýningarnar. Lífið 2.4.2011 10:13 Er ekki kominn tími til að eiginmaðurinn vaski upp? Halldóra Helga Valdimarsdóttir saumakennari ákvað að fjárfesta í saumavél og hefur undanfarið nýtt barneignarfríið í að sauma falleg barnateppi úr mjúku flísefni og það sem meira er er að hún sérmerkir viskustykki meðal annars fyrir eiginmenn sem eru latir við að vaska upp á heimilinu. Hér má skoða síðu Halldóru á Facebook sem hún kallar Smekkfólk en þar selur hún einnig handgerð snuddubönd og handklæði. Lífið 2.4.2011 08:18 Bæ bæ vöðvabólga og stífar axlir Jóhanna Karlsdóttir og Þórunn Unnarsdóttir hot jóga kennarar í Sporthúsinu segja í meðfylgjandi myndskeiði frá íþróttinni. Þá sýna þær einnig nokkrar auðveldar teygjuæfingar sem hjálpa til við að losa um stífar axlir og streituna sem á það til að myndast í hálsi, öxlum og niður hrygginn við langa setu fyrir framan tölvuskjá. Lífið 1.4.2011 15:15 Ungfrú Vesturland valin Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára nemi á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands, sigraði Ungfrú Vesturland sem fram fór á Akranesi um helgina. Í öðru sæti varð Helga Björg Þrastarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir landaði þriðja sætinu en hún er yngsta barn Hermanns Gunnarssonar fjölmiðlamanns. Lífið 28.3.2011 16:35 Mikið rétt stuðboltunum leiddist ekki Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is um helgina á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Bankinn og Hressó. Þá kom hann einnig við á Fanfest CCP. Eins og myndirnar sýna leiddist stuðboltunum alls ekki. Lífið 28.3.2011 13:30 Tolli opnar listasýningu Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Tolli opnaði listasýningu í Gallerí listamanna við Skúlagötu í dag. Tolli gekk á meðal gesta, afhenti öllum diska með möntru með Dalai Lama sem eflir með fólki hugrekki, eldmóð og staðfestu í gegnum kraft fyrirgefningar meðal annars. Lífið 26.3.2011 20:03 Þessi eru með himinháa greindarvísitölu Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dag í Vonarstræti þegar Hönnunarsjóður Auroru útlhlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði hönnunar. Við tókum hönnuðina Hafstein Júlíusson, Emblu Vigfúsdóttur, Katarinu Lötzcsch, Anton Kaldal og Steinar Farestveit tali þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar. Lífið 23.3.2011 15:25 Framúrskarandi íslenskir hönnuðir verðlaunaðir Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði grafískrar hönnunar, fatahönnunar, matarhönnunar, vöruhönnunar og arkitektúrs. Þrír aðilar fengu framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu Hönnunarsjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi hönnuður stefnir að. Það voru þeir Bóas Kristjánsson með fatamerki sitt 8045, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í sumar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum. Sjá nánar hér. Lífið 23.3.2011 14:25 HURTS: Kærleiksrík kveðja þrátt fyrir misheppnaða tónleika Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig hljómsveitin HURTS kvaddi áhorfendur í Vodafone höllinni á sunnudagskvöldið áður en þeir spiluðu lokalagið. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu og breytti þar með annars frábærri stemningu sem hafði skapast í höllinni á meðan bandið spilaði. Lífið 22.3.2011 12:50 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 30 ›
Kex hostel opnar í Reykjavík Knattspyrnukappinn Pétur Hafliði Marteinsson, athafnamaðurinn Kristinn Vilbergsson, handboltahetjan Dagur Sigurðsson og fleiri opnuðu gistiheimilið Kex hostel formlega í gær en það er staðsett í húsnæðinu sem eitt sinn hýsti kexverksmiðjuna Frón við Skúlagötu. Lífið 7.5.2011 08:57
Séð og heyrt stúlkan kvödd með söknuði Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þjóðþekktar Séð og heyrt stúlkur eins og Birgittu Haukdal söngkonu, Birtu Björnsdóttur fatahönnuð... Lífið 6.5.2011 15:16
Hvaða hamingjupillur tókuð þið inn fyrir þetta viðtal? Síðasti þáttur Hamingjan sanna fór í loftið á Stöð 2 í kvöld og af því tilefni hittust aðstandendur og þátttakendur á Café París í kvöld. Lífið 4.5.2011 21:20
Konan á bak við kynningarefni Eurovisionhópsins Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sá um að hanna og útfæra svokallað press kit eða kynningarpakkann sem Eurovisionhópurinn, Vinir Sjonna, dreifir til fjölmiðlafólks í Dusseldorf. Ólöf sýnir hvað um ræðir og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókarkápa sem hún hannaði er efst á lista í þessari keppni. Lesendur Visis eru hvattir til að kjósa Ólöfu Erlu en hún er komin í úrslit í alþjóðlegri bókarkápukeppni sem ber heitið Gemmell Award eins og sjá má hér. Lífið 3.5.2011 13:12
Kaloríulausar kræsingar Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook. Lífið 29.4.2011 16:14
Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar. Lífið 29.4.2011 15:48
Hvernig verður hárið á prinsessunni? Hildur Helga Sigurðardóttir og Svavar Örn standa vaktina til að lýsa því sem fyrir augu ber í konunglegu brúðkaupi Vilhjálms og Kate Middleton sem fram fer í beinni útsendingu á Stöð 2 í dag. Við kíktum á Hildi og Svavar nokkrum mínútúm áður en útsendingin hófst eldsnemma í morgun eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Smelltu hér til þess að fylgjast með útsendingunni. Lífið 29.4.2011 07:31
Klæðnaður prinsessanna Carolina Herrera var einn af gestunum í brúðkaupi Karls og Díönu. Hún ræðir hér muninn á Kate Middleton og Díönu og fleira. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Fylgist einnig með brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í fyrramálið. Lífið 28.4.2011 12:31
Brúðarkjóll Díönu prinsessu Rætt við David Emanuel um brúðarkjól Díönu prinsessu og viðburðaríkan aðdraganda brúðkaupsins. Úr þættinum Secrets of a Royal Bridesmaid á Stöð 2. Lífið 28.4.2011 12:08
Hér er svarið ef þú ert með krullur Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari hvernig hægt er að færa krulluðu hári raka, skerpa á krullunum og koma í veg fyrir að hárið verði úfið. Hún notar undraefni frá Aveda sem heitir Be Curly Style-Prep. Aveda á Facebook Aveda.is Lífið 28.4.2011 08:43
Þetta er algjör snilld í hárið Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Sandra Olgeirsdóttir hárgreiðslumeistari og einn af eigendum hársnyrtistofunnar 101 Hárhönnun á Skólavörðustíg hvernig nota má undraefni frá Aveda í hárið sem kallast Pure Abundance. Sandra kryddar hárið með efninu sem gefur hárinu lygilega lyftingu með því að nudda púðrinu í hársvörðinn. Lífið 27.4.2011 12:48
Prinsessan hefur hrunið í þyngd Dyngjudömurnar Björk Eiðsdóttir og Nadia Katrín Banine spjalla um væntanlegt brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton sem gifta sig á föstudaginn kemur í meðfylgjandi myndskeiði. Þær eru sammála því að þyngdartap Kate tengist væntanlega gríðarlegu álagi sem hvílir á henni fyrir daginn stóra sem öll heimsbyggðin mun fylgjast með. Þær ætla að kryfja brúðkaupið í þættinum þeirra Dyngjan klukkan 21:05 í kvöld á Skjá einum. Lífið 26.4.2011 14:09
Hannar föt úr bambus Guðmundur Jörundsson nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands sýnir lokaverkefnin sín í Listasafni Reykjávikur, Hafnarhúsinu. Guðmundur notar m.a. leður, ull og bambus í fatnaðinn sem hann hannar eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 23.4.2011 17:13
Seldi Dorrit pils Nýútskrifaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands, Hjördís Gestsdóttir, er með lokaverkefnin sín til sýnis í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Hjördís var að vonum ánægð með að Dorrit Moussaieff forsetafrú pantaði hjá henni sítt pils eftir hana eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Lífið 23.4.2011 16:42
Fjölmenni á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar eru sýnd verk 72 útskriftarnema úr myndlistar-, hönnunar- og arkitektúrdeildum. Sýningin stendur til 8. maí og er opin daglega frá kl. 10.00 – 17.00, fimmtudaga frá kl. 10.00 – 20.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýningin verður opin páskadag og annann í páskum kl. 10.00 - 17.00 Lífið 23.4.2011 16:19
Tískusýningargestir troðfylltu Hafnarhúsið Níu nemendur* við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands sýndu lokaverkefni sín á tískusýningu sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Fjöldi manns lagði leið sína í Hafnarhúsið til að sjá afraksturinn sem var glæsilegur eins og meðfylgjandi myndir sýna. Þá má einnig sjá gesti sýningarinnar í myndasafni. *Gyða Sigfinnsdóttir, Jenný Halla Lárusdóttir, Elsa María Blöndal. Hjördís Gestsdóttir, Halldóra Lísa Bjargardóttir, Guðmundur Jörundsson, Gígja Ísis Guðjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir og Sigga Mæja. Lífið 22.4.2011 10:51
Daníel Óliver opnar sig Í meðfylgjandi myndskeiði opnar söngvarinn Daníel Óliver sig um ástina og hvernig elskhuga hann gæti hugsað sér að eignast. Þá segir Daníel Óliver einnig frá nýja laginu hans Superficial. Lífið 19.4.2011 13:38
10 ára afmæli Fréttablaðsins Eins og meðfylgjandi myndir sýna var frábær stemning á tíu ára afmælishátíð Fréttablaðsins á laugardaginn. Hátt í tíu þúsund gestir á öllum aldri fögnuðu áfanganum ásamt starfsfólki Fréttablaðsins. Páskaeggjaleit fór fram í Öskjuhlíðinni og boðið var upp á gómsæta tíu metra langa köku með yfir 2000 kökusneiðum sem kláraðist á 45 mínútum. Þá var einnig boðið upp á Svala, heitt kakó og hátt í þúsund vöfflur með rjóma. Skoppa og Skrítla, leikhópurinn Lotta, Friðrik Dór, Pollapönk og Páll Óskar héldu uppi stuðinu og Franzína mús var kynnir. Lífið 17.4.2011 19:51
Afmælispartý Völu Grand Meðfylgjandi myndir voru teknar í 25 ára afmæli Völu Grand á veitingastaðnum Oliver í gærkvöldi. Margt var um manninn og afmælisstelpan í miklu stuði eins og sjá má á myndunum. Pabbi Völu og Haffi Haff héldu tölu áður en hún skar væna sneið af afmælistertunni sem mamma hennar bakaði. Lífið 17.4.2011 10:16
Fjölmenni í afmæli Björgvins Meðfylgjandi myndir voru teknar í Háskólabíó í sextíu ára afmælisveislu Björgvins Halldórssonar eftir síðari tónleika hans í kvöld sem voru vægast sagt frábærir að sögn tónleikagesta. Eins og sjá má á myndunum voru Björgvin og afmælisgestir í hátíðarskapi en hann fékk meðal annars gítar að gjöf frá félögunum. Lífið 17.4.2011 00:03
Stelpur í háum sokkum í eftirpartý á Faktorý Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu Tang Clan sem var frægasta hipphopp hljómsveit veraldar á tíunda áratugnum, hélt tónleika á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir voru hluti af Reykjavík Fashion Festival. Meðfylgjandi má sjá myndir af tónleikunum og eftirpartý RFF á skemmtistaðnum Faktorý þar sem REYK VEEK, sem er hópur íslenskra plötusnúða og raftónlistarmanna, héldu eftirpartý. Þarna hópuðust módelin, hönnuðirnir og pressan saman og hlustuðu á íslenska raftónlist eftir tískusýningarnar á laugardagskvöldinu. Lífið 4.4.2011 09:57
Ef þú varst ekki þarna fylgist þú einfaldlega ekki með Meðfylgjandi myndir voru teknar á Reykjavík Fashion Festival sem var haldið í Hafnarhúsinu í gærkvöldi þar sem allir helstu tískuhönnuðir landsins komu saman og sýndu hönnun sína. Jón Gnarr borgarstjóri opnaði hátíðina prúðbúinn með rauðan varalit og hélt tilfinningaþrungna ræðu um mikilvægi tísku og varalits. Þá hylltu gestir hönnuðina með hrópum og miklu klappi í lok hverrar sýningar en það var Margeir sem sá um tónlistina við tískusýningarnar. Lífið 2.4.2011 10:13
Er ekki kominn tími til að eiginmaðurinn vaski upp? Halldóra Helga Valdimarsdóttir saumakennari ákvað að fjárfesta í saumavél og hefur undanfarið nýtt barneignarfríið í að sauma falleg barnateppi úr mjúku flísefni og það sem meira er er að hún sérmerkir viskustykki meðal annars fyrir eiginmenn sem eru latir við að vaska upp á heimilinu. Hér má skoða síðu Halldóru á Facebook sem hún kallar Smekkfólk en þar selur hún einnig handgerð snuddubönd og handklæði. Lífið 2.4.2011 08:18
Bæ bæ vöðvabólga og stífar axlir Jóhanna Karlsdóttir og Þórunn Unnarsdóttir hot jóga kennarar í Sporthúsinu segja í meðfylgjandi myndskeiði frá íþróttinni. Þá sýna þær einnig nokkrar auðveldar teygjuæfingar sem hjálpa til við að losa um stífar axlir og streituna sem á það til að myndast í hálsi, öxlum og niður hrygginn við langa setu fyrir framan tölvuskjá. Lífið 1.4.2011 15:15
Ungfrú Vesturland valin Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára nemi á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands, sigraði Ungfrú Vesturland sem fram fór á Akranesi um helgina. Í öðru sæti varð Helga Björg Þrastarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir landaði þriðja sætinu en hún er yngsta barn Hermanns Gunnarssonar fjölmiðlamanns. Lífið 28.3.2011 16:35
Mikið rétt stuðboltunum leiddist ekki Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is um helgina á veitingahúsunum Hvíta Perlan, Bankinn og Hressó. Þá kom hann einnig við á Fanfest CCP. Eins og myndirnar sýna leiddist stuðboltunum alls ekki. Lífið 28.3.2011 13:30
Tolli opnar listasýningu Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Tolli opnaði listasýningu í Gallerí listamanna við Skúlagötu í dag. Tolli gekk á meðal gesta, afhenti öllum diska með möntru með Dalai Lama sem eflir með fólki hugrekki, eldmóð og staðfestu í gegnum kraft fyrirgefningar meðal annars. Lífið 26.3.2011 20:03
Þessi eru með himinháa greindarvísitölu Meðfylgjandi myndskeið var tekið í dag í Vonarstræti þegar Hönnunarsjóður Auroru útlhlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði hönnunar. Við tókum hönnuðina Hafstein Júlíusson, Emblu Vigfúsdóttur, Katarinu Lötzcsch, Anton Kaldal og Steinar Farestveit tali þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar. Lífið 23.3.2011 15:25
Framúrskarandi íslenskir hönnuðir verðlaunaðir Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði grafískrar hönnunar, fatahönnunar, matarhönnunar, vöruhönnunar og arkitektúrs. Þrír aðilar fengu framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna, sem er í takt við þá stefnu Hönnunarsjóðsins að fylgja eftir völdum verkefnum þannig að sá árangur megi fremur nást sem viðkomandi hönnuður stefnir að. Það voru þeir Bóas Kristjánsson með fatamerki sitt 8045, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í sumar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum. Sjá nánar hér. Lífið 23.3.2011 14:25
HURTS: Kærleiksrík kveðja þrátt fyrir misheppnaða tónleika Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig hljómsveitin HURTS kvaddi áhorfendur í Vodafone höllinni á sunnudagskvöldið áður en þeir spiluðu lokalagið. Rafmagnið fór tvívegis af hljóðkerfinu og breytti þar með annars frábærri stemningu sem hafði skapast í höllinni á meðan bandið spilaði. Lífið 22.3.2011 12:50
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti