Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sá um að hanna og útfæra svokallað press kit eða kynningarefnið sem Eurovisionhópurinn, Vinir Sjonna, dreifir til fjölmiðla á meðan á dvöl hans stendur í Dusseldorf.
Ólöf Erla sýnir í meðfylgjandi myndskeiði hvað um ræðir og segir frá tilnefningu sem hún hlaut í flokki fantasíubókmennta í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði.
Lesendur Visis eru hvattir til að kjósa Ólöfu Erlu ef hún á að landa 1. sætinu en þessi kosning er einn hluti af mörgum þar sem veitt verða verðlaun fyrir myndskreytingu á bókarkápu. Kjósa Ólöfu HÉR.
Heimasíða Ólafar Erlu og Facebooksíðan hennar.
