Samgöngur

Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi
Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi.

Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll
Tvær ástralskar ferðakonur lýsa martraðakenndri leigubílaferð hér á landi, þar sem ekið var með þær upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum, þvert á óskir þeirra. Þær hafi verið rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur, en ferðin hafi átt að kosta um sjö þúsund.

Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi
Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna?
Einn morgun fyrir nokkrum árum ákvað ég að hjóla í vinnuna. Þetta var engin hetjuleg ákvörðun né þátttaka í einhverju átaki og ekki einu sinni vegna þess að ég nennti ekki að hanga í umferð á morgnana. Ég hafði einfaldlega selt bílinn minn því ég var á leiðinni til Lundúna í háskólanám.

Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands
Það má segja að byggðirnar í Norðvesturkjördæmi séu hjarta og lífæð íslenskrar sjálfsmyndar. Hér má finna einhverjar sterkustu rætur okkar þjóðar – í sjávarútvegi, landbúnaði, menningu og sögu.

Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð
Flestir bendir til að Icelandair hefji á ný flug til Hornafjarðar í haust eftir að félagið reyndist vera lægstbjóðandi í útboði Vegagerðarinnar. Þetta gæti breytt forsendum þeirrar ákvörðunar Icelandair að hætta Ísafjarðarflugi á næsta ári.

Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“
Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta.

Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum
Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun.

Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts
Um nokkurt skeið hefur andvarp stjórnmálamanna ómað. Þeir segjast hafa áttað sig á að skatttekjur af ökutækjum og eldsneyti dugi ekki til að fylla upp í holurnar í vegunum. Landsmenn hafa keypt sparneytna bíla og borga minni skatta per haus eða bíl.

Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum
Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum.

Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag
Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum
Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira
Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega.

Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum.

„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“
Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi.

Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt
Íslendinganýlendan í Lúxemborg missti dýrmæt tengsl við heimalandið þegar beinu flugi var hætt á milli landanna. Mjög hefur dregið úr starfsemi Íslendingafélagsins í landinu og virðist íslenska samfélagið þar smámsaman vera að renna inn í það lúxemborgíska.

Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt
Hellisheiði verður lokað til vesturs frá miðnætti til klukkan þrjú í nótt vegna vinnu við ljósleiðara og vegna þrifa verður fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum frá miðnætti til hálf sjö í fyrramálið.

Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp
Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því.

Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“
Bílastæðasjóður hefur tekið í notkun bíl útbúinn myndavélum sem skanna bílnúmer og þannig veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Útgefnum sektum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir þessi nýjung. Stöðuvörður segir starfið vera orðið mun fjölbreyttara.

Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur
Reykjavíkurborg tekur þátt í að stofna opinbert hlutafélag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og leggur til stofnfé að fjárhæð tæpar 380 milljónir króna. Heildarstofnfé félagsins verður einn milljarður króna. Borgarráð samþykkti þetta í morgun og vísaði til staðfestingar borgarstjórnar.

Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.

Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum
Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi.

Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi
Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu

Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina
Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun.

Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall
Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Trén fallin
Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella.

Vilja breyta lögum um ökuskírteini
Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á umferðarlögum þar sem lagt er til að gildistími ökuskírteina þeirra sem eru 65 ára og eldri verði lengri.

Vannýttur vegkafli í G-dúr
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi.

„Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“
Forstöðumaður Verkefnastofu Borgarlínu segir undirbúning Samgöngusáttmála taka langan tíma því verið sé að plana hann vel. Ábati af Samgöngusáttmálanum á næstu fimmtíu árum sé 1.100 milljarðar og góðar almenningssamgöngur séu eina raunhæfa lausnin við vexti bílaumferðar.

Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs
Framkvæmdir við nýjan þjóðveg þvert yfir Hornafjörð skotganga og stefnir í að umferð verði hleypt á nýja Hornafjarðarfljótsbrú eftir átta mánuði. Við það styttist hringvegurinn um tólf kílómetra.