Samgöngur Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02 „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23.12.2025 13:10 Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun. Innlent 22.12.2025 21:51 „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps kveðst vonsvikin vegna þess sem hann lýsir sem aðgerðarleysi stjórnvalda þegar það kemur að því að reisa sjóvarnir austan við Vík. Að öllu óbreyttu muni þjóðvegurinn fara í sundur að hans mati. Innlent 20.12.2025 12:40 Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar. Innlent 19.12.2025 15:43 Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32 Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sveitastjórn Múlaþings hyggst taka til skoðunar að hefja ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi telur að slíkt samstarf gæti bætt stöðu atvinnumála. Innlent 18.12.2025 19:27 Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18.12.2025 11:07 Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Innlent 17.12.2025 22:11 Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. Innlent 17.12.2025 10:48 Framtíð Suðurlandsbrautar Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Skoðun 16.12.2025 15:30 Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00 Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Erlent 14.12.2025 07:17 Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Innlent 12.12.2025 20:00 Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06 Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis. Erlent 11.12.2025 11:40 Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20 Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03 Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9.12.2025 09:12 Breytt forgangsröðun jarðganga Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Skoðun 9.12.2025 09:00 Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ræsum vélarnar er yfirskrift samgönguáætlunar sem hefur það að meginmarkmiði að laga vegina okkar, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. Skoðun 9.12.2025 07:32 Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8.12.2025 23:36 „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Mikil reiði og vonbrigði einkenndu fjölmennan fund á Seyðisfirði í gær þar sem ný samgönguáætlun var til umræðu að sögn forseta bæjarstjórnar Múlaþings. Viðreisn stóð fyrir fundinum en þingmaður flokksins segir breytta forgangsröðun jarðganga vonbrigði. Innlent 8.12.2025 12:55 Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7.12.2025 15:23 Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7.12.2025 12:12 Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7.12.2025 07:11 Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07 „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Innlent 5.12.2025 20:30 Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Innlent 5.12.2025 15:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 113 ›
Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Eigendur ökutækja þurfa að greiða tugþúsundir í kílómetragjald árlega frá áramótum en lög um gjaldið voru samþykkt á Alþingi fyrir helgi. Verð á eldsneyti mun hins vegar lækka umtalsvert vegna niðurfellingar gjalda en misjafnt er hvort álögur á eigendur ökutækja aukist eða minnki. Innlent 23.12.2025 22:02
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23.12.2025 13:10
Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Hringvegurinn mun styttast umtalsvert á nokkrum köflum á Suðausturlandi á næstu tíu til fimmtán árum. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir styttingu framhjá Blönduósi, samkvæmt áformum sem kynnt eru í samgönguáætlun. Innlent 22.12.2025 21:51
„Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps kveðst vonsvikin vegna þess sem hann lýsir sem aðgerðarleysi stjórnvalda þegar það kemur að því að reisa sjóvarnir austan við Vík. Að öllu óbreyttu muni þjóðvegurinn fara í sundur að hans mati. Innlent 20.12.2025 12:40
Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Áætlað er að hefja framkvæmdir við hjóla- og göngustíga við Suðurfell í Breiðholti, Vínlandsleið í Grafarholti og í Elliðaárdal í stað stokks á næsta ári. Til viðbótar verður haldið áfram við gerð stíga í Skógarhlíð og við Arnarnesveg í samvinnu með Betri samgöngum. Áætlað er að framkvæmdir við sérstaka hjólastíga í borginni verði um fjórir kílómetrar á árinu 2026 þannig að í lok árs verði þeir rúmlega 50 kílómetrar. Innlent 19.12.2025 15:43
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19.12.2025 12:32
Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sveitastjórn Múlaþings hyggst taka til skoðunar að hefja ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi telur að slíkt samstarf gæti bætt stöðu atvinnumála. Innlent 18.12.2025 19:27
Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Nýlegar breytingar á gatnamótum Bríetartúns og Borgartúns í Reykjavík, þar sem vinstri beygja er nú bönnuð, virðast leggjast misjafnlega í ökumenn. Innlent 18.12.2025 11:07
Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Vegagerðin vonast til að liðlega tvöhundruð kílómetrar af malarvegum á landinu verði malbikaðir á næstu fimm árum. Innviðaráðherra segir mikið ákall úr dreifbýlinu að fá bundið slitlag á sveitavegi. Innlent 17.12.2025 22:11
Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt. Innlent 17.12.2025 10:48
Framtíð Suðurlandsbrautar Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim. Skoðun 16.12.2025 15:30
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00
Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Kanadíska sprotafyrirtækið Evio hefur kynnt þróun tvinn-rafmagnsflugvélar, Evio 810, til notkunar á styttri flugleiðum í flokki 50 til 100 sæta flugvéla. Stefnt er á fyrsta reynsluflug árið 2029 og að hún komist í reglulegan flugrekstur í byrjun næsta áratugar. Erlent 14.12.2025 07:17
Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Innlent 12.12.2025 20:00
Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd. Innlent 12.12.2025 00:06
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51
900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Lögregluyfirvöld í Japan hafa svipt um 900 einstaklinga ökuleyfinu, eftir að viðkomandi voru stöðvaðir við að hjóla undir áhrifum áfengis. Erlent 11.12.2025 11:40
Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Innlent 9.12.2025 20:20
Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Oddvitar flokka í sveitastjórn Múlaþings funduðu í hádeginu með þingmönnum Norðausturkjördæmis til að mótmæla breyttri forgangsröðun jarðganga. Þau ætli að berja í borðið og fulltrúi segir tal um klofningu Austurlands frá landinu og stofnun Austurríkis aukast. Innlent 9.12.2025 13:03
Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur. Innlent 9.12.2025 09:12
Breytt forgangsröðun jarðganga Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra. Skoðun 9.12.2025 09:00
Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ræsum vélarnar er yfirskrift samgönguáætlunar sem hefur það að meginmarkmiði að laga vegina okkar, hefja stórframkvæmdir og byrja aftur að bora jarðgöng á Íslandi. Skoðun 9.12.2025 07:32
Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8.12.2025 23:36
„Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ Mikil reiði og vonbrigði einkenndu fjölmennan fund á Seyðisfirði í gær þar sem ný samgönguáætlun var til umræðu að sögn forseta bæjarstjórnar Múlaþings. Viðreisn stóð fyrir fundinum en þingmaður flokksins segir breytta forgangsröðun jarðganga vonbrigði. Innlent 8.12.2025 12:55
Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Oddviti minnihlutans í Fjarðabyggð segist vel skilja gremju Austfirðinga vegna nýrrar forgangsröðunar jarðgangna í samgönguáætlun. Íbúar séu svekktir að næstu jarðgöng sem ráðist veðrur í séu ekki á Austurlandi. Innlent 7.12.2025 15:23
Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að ný samgönguáætlun sé ekki fullunnin og ákvarðanatakan hafi verið byggð á pólitískum hugmyndum, sem þingmaður Samfylkingarinnar harðneitar. Þingmaðurinn segist skilja vonbrigði Austfirðinga varðandi nýja forgangsröðun í jarðgangagerð en enn sé stefnan sett á hringtengingu. Tekist var á um málin í Sprengisandi í morgun. Innlent 7.12.2025 12:12
Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7.12.2025 07:11
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07
„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Innlent 5.12.2025 20:30
Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Innlent 5.12.2025 15:30