Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Ætlum ekki að liggja í vörn

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og verður viðureign Bayern Munchen og Bolton sýnd beint á Sýn klukkan 18:55. Þjálfarar liðanna hafa lagt línurnar fyrir einvígið í Munchen.

Fótbolti
Fréttamynd

Jol kvaddi með tapi

Tottenham tapaði í kvöld fyrir Getafe, 2-1, á heimavelli sínum í UEFA-bikarkeppninni. Þetta var kveðjuleikur Martin Jol knattspyrnustjóra Tottenham.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann tapaði á heimavelli

Brann tapaði í kvöld fyrir þýska úrvalsdeildarliðinu HSV í fyrst umferð riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar, 1-0, á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolton mætir Bayern

Í morgun var dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Bolton fær það erfiða verkefni að spila í riðli með Bayern Munchen og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar leika í riðli með Everton.

Fótbolti
Fréttamynd

Blackburn úr leik

Blackburn datt úr leik í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þrátt fyrir 2-1 sigur á gríska liðinu Larissa á Ewood Park í kvöld. Larissa vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli og því er enska liðið úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Everton slapp með skrekkinn

Everton er komið í riðlakeppni Uefa bikarsins eftir nauman 2-3 útisigur á Metalist Kharkiv frá Úkraínu í síðari leik liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og í rauninni var úkraínska liðið óheppið að fara ekki áfram á miðað við gang mála í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolton áfram

Bolton tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Uefa bikarsins þegar liðið vann 1-0 sigur á Larissa á heimavelli í síðari leik liðanna í undankeppninni. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1-1. Það var varamaðurinn Nicolas Anelka sem tryggði Bolton sigurinn með marki aðeins 80 sekúndum eftir að hann kom inn á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Seiglusigur hjá Keflavík

Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík.

Fótbolti
Fréttamynd

KR-ingar náðu jöfnu gegn Hacken í Svíþjóð

KR-ingar gerðu í dag 1-1 jafntefli við sænska liðið Hacken í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Gautaborg. Heimamenn komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu. KR-ingar eru því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á KR-velli í byrjun næsta mánaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Håcken - KR í beinni lýsingu í KR-útvarpinu

Fyrri leikur Håcken og KR í Evrópukeppni félagsliða verður í beinni lýsingu í KR-Útvarpinu í kvöld og hefst lýsingin klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hægt er að fylgjast með lýsingunni á tíðninni 98,3.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla Evrópumeistari félagsliða annað árið í röð

Sevilla vann í kvöld sigur í Evrópukeppni félagsliða annað árið í röð þegar liðið lagði landa sína í Espanyol 3-1 í vítakeppni eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 og 2-2 eftir framlengingu. Í myndbandinu með fréttinni má sjá dramatíkina í vítakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænskur úrslitaleikur

Það verða spænsku liðin Sevilla og Espanyol sem leika til úrslita í Evrópukeppni félagsliða þetta árið, en þau unnu bæði góða sigra í síðari leikjunum í undanúrslitunum í kvöld. Sevilla lagði Osasuna 2-0 og samtals 2-1 og Espanyol lagði Werder Bremen 2-1 á útivelli og samanlagt 5-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Rangers og Osasuna sektuð

Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Glasgow Rangers og Osasuna fyrir ólæti stuðninigsmanna félaganna á leik liðanna í Evrópukeppninni í síðasta mánuði. Skoska liðið þarf að greiða 8,200 punda sekt en spænska liðið öllu meira - 31,000 pund.

Enski boltinn
Fréttamynd

Evrópukeppni félagsliða beint á Sýn í kvöld

Í kvöld fara fram síðari leikirnir í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða og verða þeir báðir sýndir beint á rásum Sýnar klukkan 18:35. Sevilla mætir Osasuna á Sýn og Werder Bremen tekur á móti Espanyol á Sýn Extra. Espanyol er í mjög vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn eftir 3-0 sigur á Bremen, en Sevilla tapaði 1-0 fyrir Osasuna.

Fótbolti
Fréttamynd

Undanúrslitin í UEFA bikarnum á Sýn í kvöld

Í kvöld fara fram fyrri undanúrslitaleikirnir í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og verða báðir leikir sýndir beint á rásum Sýnar. Espanyol tekur á móti Werder Bremen í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 18:35. Á sama tíma eigast við spænsku liðin Osasuna og Sevilla og er sá leikur í beinni á Sýn Extra.

Fótbolti
Fréttamynd

Jol: Sevilla greip okkur í bólinu

Martin Jol viðurkenndi að hræðileg byrjun hans manna í Tottenham hefði gert út um vonir þeirra á áframhaldandi þáttöku í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Tottenham lenti undir 2-0 eftir sjö mínútur og eftir það var róðurinn liðinu skiljanlega þungur.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham úr leik þrátt fyrir hetjulega baráttu

Enska liðið Tottenham féll í kvöld úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 2-2 jafntefli við ríkjandi meistarana í Sevilla. Spænska liðið vann fyrri leikinn á Spáni 2-1. Möguleikar Tottenham voru nánast úr sögunni eftir að liðið lenti undir 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Heimamenn gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn í 2-2 með mörkum frá Aaron Lennon og Jermain Defoe, en auk þess átti liðið ef til vill að fá vítaspyrnu í leiknum og átti stangarskot í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla leiðir í hálfleik

Sevilla hefur yfir 2-0 gegn Tottenham þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leikjunum í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Sevilla komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með sjálfsmarki og marki frá Freddie Kanoute og nú þurfa heimamenn fjögur mörk í síðari hálfleik til að komast í undanúrslitin. Leikurinn er í beinni á Sýn Extra.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla komst í 2-0 eftir sjö mínútur

Sevilla er komið með annan fótinn í undanúrslit Evrópukeppni félagsliða eftir sannkallaða draumabyrjun í síðari leiknum gegn Tottenham á White Hart Lane. Spænska liðið komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik og leiðir 4-1 samanlagt. Fyrra markið var sjálfsmark á þriðju mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, skoraði það síðara.

Fótbolti
Fréttamynd

Einn leikfær varnarmaður hjá Tottenham

Miðvörðurinn Ledley King mun væntanlega verða í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti síðan um jólin þegar liðið tekur á móti Sevilla í síðari leiknum í 8-liða úrslitum UEFA keppninnar í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18:45 en spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Enskir stuðningsmenn enn til vandræða

Enskir stuðningsmenn komust annan daginn í röð í fréttirnar fyrir ólæti sín á erlendri grundu í kvöld þegar fylgismenn Tottenham flugust á við óeirðalögreglu í Sevilla. Til harðra átaka kom á áhorfendabekkjunum á meðan leik stóð, en þeir höfðu reyndir verið með ólæti fyrir utan leikvöllinn nokkru áður en leikurinn hófst.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham lá í Sevilla

Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn verður í banni í Þýskalandi

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson verður í leikbanni í síðari leik AZ Alkmaar og Werder Bremen í Evrópukeppni félagsliða. Grétar fékk að líta gula spjaldið á 75. mínútu leiks í kvöld og fer því í bann vegna gulra spjalda. Staðan í leiknum er enn jöfn 0-0 en leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur engu að síður.

Fótbolti
Fréttamynd

Sevilla yfir í hálfleik

Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi.

Fótbolti