Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Ben­fi­ca naum­lega á­fram

Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Jöfnuðu félagsmetið en töpuðu samt

Liverpool jafnaði í kvöld félagsmet þegar liðið skoraði í 34. leiknum í röð í öllum keppnum. Liðið skoraði eitt mark í 2-1 tapi gegn Royale Union SG frá Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Brighton upp úr riðlinum

Brighton & Hove Albion er komið upp úr riðli sínum í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort liðið vinnur riðilinn og fer beint í 16-liða úrslit eða hvort Marseille steli toppsætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp eins og þrumu­ský á blaða­manna­fundi

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse.

Fótbolti
Fréttamynd

Olympiacos galopnaði riðilinn með sigri gegn West Ham

Gríska liðið Olympiacos vann sterkan 2-1 sigur er liðið tók á móti West Ham í A-riðli Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Grikkirnir urðu þar með fyrsta liðið til að vinna sigur gegn West Ham í keppninni á þessu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark er mark og Gra­ven­berch er topp gaur

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekkert alltof sáttur þrátt fyrir 2-0 sigur sinna manna á Royale Union SG í Evrópudeildinni í fótbolta fyrr í kvöld. Þá segir hann miðjumanninn Ryan Gravenberch vera topp gaur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þægilegt hjá Liverpool

Liverpool lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Royale Union SG frá Belgíu í Evrópudeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-0 þar sem Liverpool skoraði undir lok fyrri og seinni hálfleiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Heilindi fótboltans geti verið í hættu

Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu.

Fótbolti