Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 10:25 Mason Mount skoraði tvívegis fyrir Manchester United gegn Athletic Bilbao í gær. getty/Visionhaus Manchester United og Tottenham mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á San Mamés í Bilbao 21. maí. Ensku liðin tryggðu sér sæti í úrslitum í gær. United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
United vann fyrri leikinn gegn Athletic Bilbao á útivelli, 0-3, og var því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Bilbæingar náðu forystunni á 31. mínútu þegar Mikel Jauregizar skoraði með skoti fyrir utan vítateig. Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, gerði nokkrar breytingar á liði sínu í seinni hálfleik og einn af þeim sem kom inn á, Mason Mount, jafnaði metin á 72. mínútu. Casemiro kom Rauðu djöflunum yfir á 80. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Brunos Fernandes í netið. Rasmus Højlund jók muninn í 3-1 á 85. mínútu og í uppbótartíma skoraði Mount með skoti af mjög löngu færi í tómt mark Bilbæinga. Tottenham leiddi, 3-1, fyrir seinni leikinn gegn Bodø/Glimt í Noregi. Spurs komst yfir á 63. mínútu þegar Dominic Solanke skoraði með skoti af stuttu færi eftir hornspyrnu. Spænski bakvörðurinn Pedro Porro skoraði svo annað mark gestanna sex mínútum seinna þegar fyrirgjöf hans frá hægri fór í stöngina og inn. United komst síðast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2021 þegar liðið tapaði fyrir Villarreal eftir vítaspyrnukeppni en Spurs var síðast í úrslitum 1984. Þá vann liðið Arnór Guðjohnsen og félaga í Anderlecht í vítakeppni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55 „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45 Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52 Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. 8. maí 2025 22:55
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. 8. maí 2025 21:45
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. 8. maí 2025 20:52
Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir 4-1 sigur á Athletic Bilbao á Old Trafford í kvöld. United menn mæta Tottenham í úrslitaleiknum. 8. maí 2025 20:50