Bandaríkin Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. Erlent 2.9.2024 21:11 Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13 Lana Del Rey og krókódílamaður vekja athygli Söngkonan Lana Del Rey virðist vera að slá sér upp með nýjum gaur ef marka má myndir sem náðust af henni um helgina. Sá heppni heitir Jeremy Dufrene og er skipstjóri frá Louisiana sem sem sérhæfir sig í krókódílatúrum. Lífið 1.9.2024 15:09 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Erlent 1.9.2024 08:39 Hneig niður á miðjum tónleikum Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn. Erlent 31.8.2024 17:33 „Fína konan“ skyndilega umkringd fyllibyttum Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana. Lífið 31.8.2024 09:10 Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Erlent 30.8.2024 23:13 Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09 Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Erlent 29.8.2024 23:51 Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Erlent 29.8.2024 19:29 Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Erlent 29.8.2024 11:18 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. Innlent 28.8.2024 23:38 Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. Innlent 28.8.2024 13:43 Harris og Walz veita loks viðtal Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Erlent 28.8.2024 07:15 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. Erlent 27.8.2024 22:09 Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Viðskipti erlent 27.8.2024 18:47 Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Saksóknarinn Jack Smith fór þess á leit við áfrýjunardómstól í gær að hann snéri við frávísun dómarans Aileen M. Cannon á dómsmáli gegn Donald Trump, sem varðar meðferð forsetans fyrrverandi á trúnaðargögnum. Erlent 27.8.2024 10:06 Missti móður sína og systur sama daginn Bæði móðir og systir bandarísku söngkonunnar Mariah Carey létust um helgina. Dánarorsök þeirra eru enn ókunn. Lífið 26.8.2024 22:50 Heimþráin til staðar en lífið í New York algjört ævintýri „Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu. Lífið 26.8.2024 11:32 Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Erlent 26.8.2024 08:25 Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Erlent 23.8.2024 23:37 Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Erlent 23.8.2024 19:17 Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar. Erlent 23.8.2024 17:38 Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. Innlent 23.8.2024 14:19 Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. Innlent 23.8.2024 12:02 Kamala formlega komin í forsetaframboð Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins í komandi kosningum vestanhafs. Erlent 23.8.2024 07:40 Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48 „Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30 Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Erlent 21.8.2024 23:45 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. Erlent 2.9.2024 21:11
Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2.9.2024 11:13
Lana Del Rey og krókódílamaður vekja athygli Söngkonan Lana Del Rey virðist vera að slá sér upp með nýjum gaur ef marka má myndir sem náðust af henni um helgina. Sá heppni heitir Jeremy Dufrene og er skipstjóri frá Louisiana sem sem sérhæfir sig í krókódílatúrum. Lífið 1.9.2024 15:09
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Erlent 1.9.2024 08:39
Hneig niður á miðjum tónleikum Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn. Erlent 31.8.2024 17:33
„Fína konan“ skyndilega umkringd fyllibyttum Jóhanna Guðmundsdóttir var þriggja barna útivinnandi móðir og eiginkona í Bandaríkjunum þegar hún vaknaði upp við vondan draum. Eftir áralanga áfengisneyslu sem hafði undið upp á sig var hún komin á róandi lyf og hrædd um að missa börnin. Í dag leikur lífið við hana. Lífið 31.8.2024 09:10
Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunarrofs Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér. Erlent 30.8.2024 23:13
Útgáfufyrirtækin höfða mál gegn Flórída vegna bókalaga Penguin Random House, stærsta útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, og fleiri útgefendur hafa höfðað mál á hendur menntamálayfirvöldum í Flórída vegna laga sem banna kynferðislegt efni á skólabókasöfnum. Erlent 30.8.2024 11:09
Starfsmaður Wells Fargo sat látinn við skrifborð sitt í fjóra daga Rannsókn stendur yfir á andláti starfsmanns Wells Fargo í Arizona, sem mætti til vinnu klukkan sjö á föstudagsmorgni og fannst látinn við skrifborðið sitt fjórum dögum síðar. Erlent 30.8.2024 06:59
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Erlent 29.8.2024 23:51
Fulltrúar Trump hrintu starfsmanni hermannagrafreits Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði. Erlent 29.8.2024 19:29
Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA. Erlent 29.8.2024 11:18
„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. Innlent 28.8.2024 23:38
Veita fjölskyldunni alla viðeigandi aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi veitir fjölskyldu karlmannsins sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn alla viðeigandi ræðisaðstoð. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sendiráðinu. Innlent 28.8.2024 13:43
Harris og Walz veita loks viðtal Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst. Erlent 28.8.2024 07:15
Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. Erlent 27.8.2024 22:09
Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Viðskipti erlent 27.8.2024 18:47
Áfrýjar ákvörðun dómara um að vísa leyniskjalamáli Trump frá Saksóknarinn Jack Smith fór þess á leit við áfrýjunardómstól í gær að hann snéri við frávísun dómarans Aileen M. Cannon á dómsmáli gegn Donald Trump, sem varðar meðferð forsetans fyrrverandi á trúnaðargögnum. Erlent 27.8.2024 10:06
Missti móður sína og systur sama daginn Bæði móðir og systir bandarísku söngkonunnar Mariah Carey létust um helgina. Dánarorsök þeirra eru enn ókunn. Lífið 26.8.2024 22:50
Heimþráin til staðar en lífið í New York algjört ævintýri „Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu. Lífið 26.8.2024 11:32
Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Erlent 26.8.2024 08:25
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Erlent 23.8.2024 23:37
Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Erlent 23.8.2024 19:17
Ný Covid-bóluefni fá grænt ljós Bandarísk lyfjastofnunin veitti í gær leyfi fyrir tveimur nýjum bóluefnum gegn Covid-19. Heilbrigðisyfirvöld þar mæla með því að allir yfir sex mánaða aldri fá nýju bóluefnin sem eru hönnuð gegn nýrri afbrigði veirunnar. Erlent 23.8.2024 17:38
Hlupu blaut úr Bláa lóninu Andrew & Ale Kenney voru í Bláa lóninu í gær þegar tilkynnt var um rýmingu vegna mögulegs eldgoss eða kvikuhlaups. Í myndböndum sem þau deildu á samfélagsmiðlinum TikTok kemur fram að þau hafi þurft að hlaupa blaut út. Á leið frá Bláa lóninu sáu þau svo eldgosið sem þá var nýhafið. Innlent 23.8.2024 14:19
Baráttan um Bandaríkin: 73 dagar til kosninga og spennan magnast Staðan í kosningabaráttunni vestanhafs, frambjóðendurnir og málefnin verða meðal umræðuefna í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar á Vísi; Baráttan um Bandaríkin. Innlent 23.8.2024 12:02
Kamala formlega komin í forsetaframboð Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, tók í nótt formlega við útnefningu Demókrata sem forsetaframbjóðandi flokksins í komandi kosningum vestanhafs. Erlent 23.8.2024 07:40
Nýir þættir á Vísi í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs Á morgun fer í loftið Baráttan um Bandaríkin, nýr þáttur á Vísi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi. Erlent 22.8.2024 13:48
„Walz þjálfari“ hvatti Demókrata til dáða Tim Walz tók í nótt formlega við útnefningu Demókrataflokksins sem varaforsetaefni þeirra í komandi kosningum. Kamala Harris og Tim Walz hafa verið á miklu flugi en sumir stjórnmálaskýrendur telja þau mögulega vera að toppa of snemma. Erlent 22.8.2024 08:30
Ítrekaði mikilvægi samkomulags um vopnahlé við Netanjahú Forseti Bandaríkjanna Joe Biden ítrekaði mikilvægi þess að komast að samkomulagi um vopnahlé á Gasa í símtali við forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú, í dag. Hann sagði viðræðurnar sem eiga að fara fram í Kaíró í Egyptalandi á næstu dögum ákaflega mikilvægar fyrir möguleika á vopnahlé. Sáttasemjarar sem hafa reynt eftir fremsta megni síðustu mánuði að fá Hamas og Ísrael til að komast að samkomulagi munu hittast þar. Erlent 21.8.2024 23:45