Rafmagn

Fréttamynd

Heitavatnslaust á Suður­nesjum og raf­magns­laust víða um land

Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti var um að ræða stóra truflun í landskerfinu sem olli rafmagnsleysi víða um land um tíma. Bilaður eldingavari í tengivirki Landsnets á Fitjum á Reykjanesi er talinn hafa valdið trufluninni.

Innlent
Fréttamynd

Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar

Notendur hraðhleðslustöðvari Orku náttúrunnar við Hellisheiðarvirkjun munu nú þurfa að bíða örlítið lengur noti þeir stöðina því henni á að breyta í hverfishleðslustöð. Breytingin kemur til vegna bilunar.

Innlent
Fréttamynd

„Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“

„Hvað eiga sameiginlegt kúabændur í Eyjafirði, rauðskeggjaður prófessor á Seltjarnarnesi, garðyrkjubændur í Fljótsdalshéraði, Jóhann Páll umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Eik fasteignafélag og Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir?“ spyr Linda Fanney Valgeirsdóttir, framkvæmdastýra og meðstofnandi Alor.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Allt stopp á lokametrunum

Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magns­laust í öllum Skaga­firði

Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magn komið á aftur

Rafmagn er komið á alla afhendingarstaði Landsnets eftir að rafmagnslaust var víða á Suðurlandi í um þrjár klukkustundir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði út frá inn­taki í ál­verinu

Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust.

Innlent
Fréttamynd

Raf­magnið sló út víða um land

Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi heimila enn án raf­magns

Enn er unnið að bilanaleit og viðgerðum á Austurlandi vegna viðamikils rafmagnsleysis. Rafmagnslausum viðskiptavinum RARIK á Austfjörðum fer fækkandi en þó eru enn 39 heimili án rafmagns.

Innlent