Umhverfismál

Fréttamynd

Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt

Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu.

Innlent
Fréttamynd

Skógruðningur í Amazon regnskóginum mikið áhyggjuefni

Skógruðningur brasilíska Amazon skógarins í maí mánuði var sá mesti hingað til eftir að nýtt mælingakerfi var tekið upp til að fylgjast með eyðingu skógar, sem hefur valdið auknum áhyggjum yfir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, leyfi ólöglegt skógarhögg, búskap og námuvinnslu.

Erlent
Fréttamynd

„Enginn sagði mér að utanvegaakstur væri ólöglegur“

Rússneski ferðamaðurinn sem gerðist sekur um utanvegaakstur við Bjarnarflag í Mývatnssveit um helgina hefur tjáð sig um athæfið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir að utanvegaakstur væri ólöglegur á Íslandi, hópur hans hafi orðið fyrir aðkasti vegna málsins auk þess sem að hann gagnrýnir þá sem farið hafa hörðum orðum um hann á samfélagsmiðlum vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Verði öðrum vonandi víti til varnaðar

Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélagsmiðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjaðrárgljúfur opnað á ný

Umhverfisstofnun hefur opnað fyrir umferð gesta um Fjaðrárgljúfur á ný. Svæðinu var lokað fyrir allri umferð í febrúar síðastliðnum vegna aurbleytu og gróðurskemmda í kjölfar leysinga.

Innlent
Fréttamynd

Þrír álftarungar á Árbæjarlóni

Íbúar hverfanna við Elliðaárdal, sem reglulega ganga um dalinn, fylgjast jafnan spenntir með varpi álftarparsins við Árbæjarlón á vorin og í sumarbyrjun, hvort og hve margir ungar skríða úr hreiðrinu.

Innlent
Fréttamynd

Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki

Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár.

Innlent
Fréttamynd

Umgengni í höfninni í Eyjum til skammar

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum íhuga að koma upp eftirlitsmyndakerfi til að fylgjast með umgengni við höfnina sem sé ekki góð. Ólafur Þór Snorrason hafnarstjóri segir oftast um óviljaverk að ræða þegar olía og grútur fer í hana.

Innlent