Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar bera með sér hættulega sjúkdóma. Nordicphotos/Getty Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira