Landvernd leitar réttar síns vegna farþegastyrkja WOW Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 18:00 Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir miður að farsælt samstarf endi í slíkum deilum. Vísir Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“ Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd ætla að leita réttar síns vegna styrkja sem safnað var fyrir samtökin í flugferðum WOW air og skiluðu sér ekki eftir fall flugfélagsins. Tryggvi Felixson, formaður samtakanna, segir stjórnina ekki hafa séð aðrar leiðir færar en að vísa málinu til lögfræðings Landverndar. Fyrr í sumar greindi Vísir frá því að farþegastyrkir síðasta árs hefðu ekki skilað sér til samtakanna, en sé tekið mið af afhendingardegi síðasta árs hefðu styrkirnir átt að skila sér í byrjun aprílmánaðar. Fyrsta árið söfnuðust 17,9 milljónir frá farþegum og flugfélaginu sem áttu að renna óskertar til mikilvægra umhverfisverkefna hér á landi.Sjá einnig: Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í árMálið var tekið fyrir hjá stjórn samtakanna og töldu þau einungis rétt að leitast eftir því að peningurinn myndi skila sér til samtakanna. Farþegarnir hafi gefið peninginn í þeim tilgangi að hann myndi skila sér til Landverndar. „Við teljum að það sé ekki heiðarlegt gagnvart þeim sem gáfu þetta fé að við förum eitthvað að draga lappirnar með það að finna leiðir svo það renni í þann farveg sem það átti að fara,“ segir Tryggvi í samtali við Vísi. Það hafi þó ekki verið fyrsti kostur að samtökin myndu leita réttar síns í gegnum málaferli. „Þetta er svolítið siðferðileg spurning fyrir okkur í stjórninni, við hefðum helst viljað ljúka þessu máli án leiðinda en við sáum ekki fram á að okkur værir stætt á því, því miður.“ Frá afhendingu söfnunarfés árið 2017 til 2018. Það reyndist vera í fyrsta og síðasta skiptið sem söfnunarfé frá WOW air var afhent.WOW airHefðu viljað leysa málið á annan hátt Tryggvi segir erfitt að áætla hversu mikið fé hefði átt að skila sér til samtakanna frá WOW air en þau telja að samtökin hafi átt von á allt að átta milljónum, enda var fyrirkomulag söfnunarinnar þannig að flugfélagið sjálft styrkti Landvernd um sömu upphæð og hafði safnast frá farþegum. Eftir fall WOW air gerði Landvernd kröfu í þrotabú félagsins þegar ljóst var að söfnunarféð hefði ekki, og myndi að öllum líkindum ekki skila sér. Tryggvi tók við sem formaður Landverndar í maímánuði og var í kjölfarið upplýstur um stöðu mála. Hann segir málið ekki vera auðvelt, enda hafði samstarf flugfélagsins og Landverndar hingað til verið farsælt. Skúli Mogensen hafi viljað samtökunum vel og WOW air veitti þeim góðan stuðning í gegnum þeirra samstarf. Hins vegar sé staðan í dag sú að samtökin sáu sér ekki annað fært en að leita allra tiltækra leiða til þess að fá það fé sem þeim var ætlað. „Við erum þakklát fyrir þann mikla velvilja en við sáum ekki annað fært en að láta þetta ganga þessa eðlilegu leið í svona málum. Við hefðum gjarnan viljað leysa þetta öðruvísi.“
Dómsmál Umhverfismál WOW Air Tengdar fréttir Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00 Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Farþegastyrkir WOW air skiluðu sér aldrei í ár: „Landvernd átti von á nokkrum milljónum“ Styrkir farþega WOW air skiluðu sér aldrei til umhverfisverndarsamtakanna Landverndar fyrir árið 2018 til 2019. 5. júlí 2019 15:00
Foreldrafélög, leikskólar og framhaldsskólar eiga inni pening hjá WOW Skúli Mogensen er einn þeirra sem hefur gert kröfu í þrotabú flugfélagsins WOW Air. Alls bárust 5964 kröfur í búið fyrir lok kröfulýsingarfrests þann 3. ágúst síðastliðinn. 13. ágúst 2019 22:16