Þróar samflug flugvéla byggt á oddaflugi fugla Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2019 11:26 Airbus stefnir að því að hefja flugprófanir á næsta ári með samflugi tveggja A350 breiðþota. Teikning/Airbus. Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. Kanna á hvort það sé fýsilegt að láta tvær farþegaþotur fljúga í samflugi á löngum flugleiðum. Með samflugi er hugmyndin að nýta orku sem tapast vegna loftmótsstöðu og vængendahvirfla. Flugvélin sem flygi á eftir myndi nýta sér kjölfar fyrri vélarinnar og njóta þannig aukins lyftikrafts, rétt eins og fuglar gera í náttúrunni. Airbus áætlar að með þessu sé unnt að draga úr eldsneytisnotkun um 5-10 prósent í hverri ferð.Sýnt hefur verið fram á að með oddaflugi spara fuglar 14 prósent orku.Teikning/Airbus.Evrópski flugvélaframleiðandinn vinnur að því að þróa búnað sem hjálpar flugmönnum að tryggja öruggan aðskilnað þannig að báðar vélarnar haldi sömu fjarlægð og stöðugri hæð. Verkefnið er unnið í samstarfi við flugfélög og flugumferðarstjórnir. Stefnir Airbus að því að hefja flugprófanir á næsta ári á tveimur A350 breiðþotum. Franskir vísindamenn sýndu fram á það með rannsókn á flugi pelikana árið 2001 að með oddaflugi eyði fuglar 14 prósentum minni orku en ella. Samflug flugvéla er raunar vel þekkt, áður fyrr úr sprengjuárásum í síðari heimsstyrjöld en í seinni tíð einkum tengt flugsýningum. Hérlendis minnast margir samflugs tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi sumarið 2017, sem sjá má hér: Airbus Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. Kanna á hvort það sé fýsilegt að láta tvær farþegaþotur fljúga í samflugi á löngum flugleiðum. Með samflugi er hugmyndin að nýta orku sem tapast vegna loftmótsstöðu og vængendahvirfla. Flugvélin sem flygi á eftir myndi nýta sér kjölfar fyrri vélarinnar og njóta þannig aukins lyftikrafts, rétt eins og fuglar gera í náttúrunni. Airbus áætlar að með þessu sé unnt að draga úr eldsneytisnotkun um 5-10 prósent í hverri ferð.Sýnt hefur verið fram á að með oddaflugi spara fuglar 14 prósent orku.Teikning/Airbus.Evrópski flugvélaframleiðandinn vinnur að því að þróa búnað sem hjálpar flugmönnum að tryggja öruggan aðskilnað þannig að báðar vélarnar haldi sömu fjarlægð og stöðugri hæð. Verkefnið er unnið í samstarfi við flugfélög og flugumferðarstjórnir. Stefnir Airbus að því að hefja flugprófanir á næsta ári á tveimur A350 breiðþotum. Franskir vísindamenn sýndu fram á það með rannsókn á flugi pelikana árið 2001 að með oddaflugi eyði fuglar 14 prósentum minni orku en ella. Samflug flugvéla er raunar vel þekkt, áður fyrr úr sprengjuárásum í síðari heimsstyrjöld en í seinni tíð einkum tengt flugsýningum. Hérlendis minnast margir samflugs tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi sumarið 2017, sem sjá má hér:
Airbus Fréttir af flugi Umhverfismál Tengdar fréttir Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15 Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Flugáhugamenn elska meira að segja hljóðið í þristunum Samflugið var alveg geggjað og einstakur viðburður, segir formaður Þristavinafélagsins, um stefnumót Páls Sveinssonar og Breitling-þristsins. 30. ágúst 2017 14:15
Fyrsta samflug þrista yfir Íslandi í sextíu ár Tveir fljúgandi forngripir af gerðinni Douglas DC-3 fóru í samflug í kvöld yfir Reykjavík og vestur á Snæfellsnes. 28. ágúst 2017 21:56
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur