Manndráp í Gufunesi

Fréttamynd

Játning á borðinu í um­fangs­mestu þjófnuðum seinni tíma

Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. 

Innlent
Fréttamynd

Glímdi við veikindi fyrir and­látið sem breyttu per­sónu­leika hans

Lækn­ir hjá minn­is­mót­töku Land­spít­alans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suður­lands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hraðbankaþjófur játar sök

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina ör­laga­ríku

Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann sagði að honum hefði verið boðið með til Þorlákshafnar kvöldið fyrir nóttina örlagaríku þegar atburðir málsins áttu sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Með mikla á­verka og mjög kaldur þegar hann fannst

Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák.

Innlent
Fréttamynd

Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn

Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sótti for­eldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hug­mynd að lög­manna­skiptum

Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“.

Innlent
Fréttamynd

Sagði til mynd­bönd af Matt­híasi að berja menn í tál­beitu­að­gerðum

Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Móðir um sak­borning: „Matthías er blíður og góður“

Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun.

Innlent
Fréttamynd

Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“

Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri.

Innlent
Fréttamynd

„Tesla er ekki málið til að standa í svona“

Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann var hræddur, eigin­lega al­veg skít­hræddur“

Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er fimm­tíu kíló, ég get ekki stoppað hann“

Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Vön því að hringja í full­orðna karl­menn á fölskum for­sendum

Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangurinn að ná í „easy money“

Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafn­mikið af sér

„Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Játa frelsisviptingu og rán en hafna mann­drápi

Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal.

Innlent
Fréttamynd

Telur hand­tökuna byggja á slúðri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar

Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Blaða­við­tal við Matthías lagt fram í gögnum málsins

Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögn­um máls­ins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið.

Innlent
Fréttamynd

„Sannar­lega ekki eitt­hvað sem ég ætlaði að taka þátt í“

Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum.

Innlent
Fréttamynd

Svara til saka eftir tvær vikur

Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fangar í ein­angrun vegna sama máls noti ekki sama útis­væði

Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun.

Innlent
Fréttamynd

Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“

Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu.

Innlent