Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 15:00 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira