Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 14:22 Verjandi Lúkasar Geirs, sem er ákærður fyrir manndráp, spurði réttarmeinafræðinginn meðal annars út í læknismeðferð sem Hjörleifur hlaut á spítala eftir að hann fannst. Vísir/Anton Brink Réttarmeinafræðingur, sem framkvæmdi réttarkrufningu á Hjörleifi Hauki Guðmundssyni, gaf skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða í dag. Hann sagði dánarorsökina hafa verið skaða á öndunarfærum Hjörleifs og að ofkæling hafi ekki bætt úr skák. Fimm eru ákærð í málinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Réttarmeinafræðingurinn lýsti fyrir dómi miklum áverkum á líkinu, bæði á höfði og andliti, og svo víðs vegar um búkinn og innvortis. Þeir virtust nýir, enginn markverður áverki hefði verið byrjaður að gróa. Hann taldi áverkana benda til þess að hinn látni hefði orðið fyrir árás. Bæði virtust munstur eftir skósóla á líkinu og áverkar eftir að því er virtust endurtekin högg með áhaldi eða hörðum hlut. Líkamshitinn 32 gráður á vettvangi Hann sagði dánarorsök Hjörleifs líklega hafa verið skaða á öndunarfærum hans, vegna áverka á brjósti og baki. Þá hefði hann orðið fyrir ofkælingu sem hefði ekki hjálpað til, og að minnsta kosti verið meðverkandi dánarorsök. Því hefur verið lýst að saborningarnir hafi skilið Hjörleif eftir í Gufunesi um kalda marsnótt. Réttarmeinafræðingurinn sagði aðra áverka hafa orðið til þess að hann átti erfitt með að færa sig, og í raun kyrrsett hann. Það hefði orðið til þess að hann gæti ekki bjargað sér sjálfur. Fram kom að líkamshiti hins látna hefði mælst 32 gráður á vettvangi, og hafi verið orðinn 35,7 gráður við komu á sjúkrahús. Eðlilegur líkamshiti er um 37 gráður. Hefði verið hægt að bjarga lífi hefði hann komist fyrr í læknishendur? Þá var hann spurður hvort mögulegt hefði verið að bjarga lífi Hjörleifs hefði hann komist í læknishendur, til að mynda á þeim tímapunkti sem sakborningarnir eru taldir hafa farið með hann í Gufunes. Hann sagði það ansi verðuga spurningu. Tíminn hefði ekki unnið með honum á þessum tímapunkti, bæði vegna áverkanna og þess kalda umhverfis sem hann var skilinn eftir í berskjaldaður. Hann sagði erfitt að segja um hvort hefði verið hægt að bjarga lífi Hjörleifs. En líklega hefði getað farið betur hefði hann verið staddur á bráðamóttökunni. Mögulega dreginn eftir malbiki og áhöldum beitt Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi málsins, spurði hvort mögulegt væri að hann hefði verið dreginn eftir malbiki. Réttarmeinafræðingurinn sagði það „prýðiskenningu“. Ávarkarnir gæfu það alveg til kynna. Réttarmeinafræðingnum var sýnd mynd af tjakki og felgulykli sem taldir eru hafa verið notaður við árásina, og sagði hann vel mögulegt að einhverjir áverkar hins látna hefðu komið til vegna hans. Það væri þó ekkert hægt að fullyrða um það. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar eins sakbornings málsins, spurði réttarmeinafræðinginn hvort hann hefði getað dregið skýrari ályktanir hefði hann fengið ætluð áhöld í hendurnar og fengið að skoða og bera saman við áverkana. Hann sagði svo vera. Jafnframt spurði Stefán Karl hvort áverkar á höfði hins látna hefðu getað valdið honum dauða, og hann sagði svo vera. Stefán Karl minntist á að í ákærunni á hendur sakborningunum væri talað um hina banvænu áverka sem áverka á höfði. Þá spurði hann einnig út í meðferðina sem Hjörleifur fékk á bráðamóttökunni eftir að þangað var komið. Vitað hafi verið að Hjörleifur væri hjartveikur og hann fengið blóðþrýstingslyf. Spurningin laut að því hvort það hafi verið æskilegt. Réttarmeinafræðingurinn vildi að bráðalæknar myndu frekar svara fyrir það. Þegar hann hafi skoðað sjúkraskýrsluna hafi meðferðin litið eðlilega út, þó hann hafi sagst ekki hafa rýnt í hana sérstaklega. Þá sagði hann að mögulega hafi blóðþrýstingur Hjörleifs verið upp og niður á þeim tímapunkti, og notkunin því mögulega eðlileg. Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03 Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Réttarmeinafræðingurinn lýsti fyrir dómi miklum áverkum á líkinu, bæði á höfði og andliti, og svo víðs vegar um búkinn og innvortis. Þeir virtust nýir, enginn markverður áverki hefði verið byrjaður að gróa. Hann taldi áverkana benda til þess að hinn látni hefði orðið fyrir árás. Bæði virtust munstur eftir skósóla á líkinu og áverkar eftir að því er virtust endurtekin högg með áhaldi eða hörðum hlut. Líkamshitinn 32 gráður á vettvangi Hann sagði dánarorsök Hjörleifs líklega hafa verið skaða á öndunarfærum hans, vegna áverka á brjósti og baki. Þá hefði hann orðið fyrir ofkælingu sem hefði ekki hjálpað til, og að minnsta kosti verið meðverkandi dánarorsök. Því hefur verið lýst að saborningarnir hafi skilið Hjörleif eftir í Gufunesi um kalda marsnótt. Réttarmeinafræðingurinn sagði aðra áverka hafa orðið til þess að hann átti erfitt með að færa sig, og í raun kyrrsett hann. Það hefði orðið til þess að hann gæti ekki bjargað sér sjálfur. Fram kom að líkamshiti hins látna hefði mælst 32 gráður á vettvangi, og hafi verið orðinn 35,7 gráður við komu á sjúkrahús. Eðlilegur líkamshiti er um 37 gráður. Hefði verið hægt að bjarga lífi hefði hann komist fyrr í læknishendur? Þá var hann spurður hvort mögulegt hefði verið að bjarga lífi Hjörleifs hefði hann komist í læknishendur, til að mynda á þeim tímapunkti sem sakborningarnir eru taldir hafa farið með hann í Gufunes. Hann sagði það ansi verðuga spurningu. Tíminn hefði ekki unnið með honum á þessum tímapunkti, bæði vegna áverkanna og þess kalda umhverfis sem hann var skilinn eftir í berskjaldaður. Hann sagði erfitt að segja um hvort hefði verið hægt að bjarga lífi Hjörleifs. En líklega hefði getað farið betur hefði hann verið staddur á bráðamóttökunni. Mögulega dreginn eftir malbiki og áhöldum beitt Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi málsins, spurði hvort mögulegt væri að hann hefði verið dreginn eftir malbiki. Réttarmeinafræðingurinn sagði það „prýðiskenningu“. Ávarkarnir gæfu það alveg til kynna. Réttarmeinafræðingnum var sýnd mynd af tjakki og felgulykli sem taldir eru hafa verið notaður við árásina, og sagði hann vel mögulegt að einhverjir áverkar hins látna hefðu komið til vegna hans. Það væri þó ekkert hægt að fullyrða um það. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs Ingvarssonar eins sakbornings málsins, spurði réttarmeinafræðinginn hvort hann hefði getað dregið skýrari ályktanir hefði hann fengið ætluð áhöld í hendurnar og fengið að skoða og bera saman við áverkana. Hann sagði svo vera. Jafnframt spurði Stefán Karl hvort áverkar á höfði hins látna hefðu getað valdið honum dauða, og hann sagði svo vera. Stefán Karl minntist á að í ákærunni á hendur sakborningunum væri talað um hina banvænu áverka sem áverka á höfði. Þá spurði hann einnig út í meðferðina sem Hjörleifur fékk á bráðamóttökunni eftir að þangað var komið. Vitað hafi verið að Hjörleifur væri hjartveikur og hann fengið blóðþrýstingslyf. Spurningin laut að því hvort það hafi verið æskilegt. Réttarmeinafræðingurinn vildi að bráðalæknar myndu frekar svara fyrir það. Þegar hann hafi skoðað sjúkraskýrsluna hafi meðferðin litið eðlilega út, þó hann hafi sagst ekki hafa rýnt í hana sérstaklega. Þá sagði hann að mögulega hafi blóðþrýstingur Hjörleifs verið upp og niður á þeim tímapunkti, og notkunin því mögulega eðlileg.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03 Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00 Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. 26. ágúst 2025 21:03
Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. 26. ágúst 2025 15:00
Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. 26. ágúst 2025 11:36