„Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Vésteinn Örn Pétursson, Jón Þór Stefánsson, Rafn Ágúst Ragnarsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 25. ágúst 2025 20:37 Stefán Blackburn er einn þriggja sakborninga sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu. Vísir/Anton Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa orðið Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana, auk frelsissviptingar og ráns. Þá er átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti og tvítug kona ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Myndbandið sem um ræðir er um klukkutími og 40 mínútur að lengd, og var lagt fram af Karli Inga Vilbergssyni, saksóknara í málinu. Fyrir sýningu þess spurði dómari hversu langan hluta myndbandsins ætti að sýna. „Eigum við ekki bara að láta það rúlla?“ spurði Karl Ingi. „Ja, svo lengi sem menn nenna að horfa,“ bætti hann svo við. Upptökur úr Teslunni lykilgögn Mynbandið byggir að mestu leyti á myndböndum úr öryggismyndavélum á stöðum þar sem sakborningar voru staddir, kvöldið 10. mars síðastliðinn, sem og upptökum úr Teslu-bifreiðinni sem Lúkas og Stefán fóru á til Þorlákshafnar, þar sem Hjörleifur bjó. Í myndbandinu er fylgst er með myndefni úr öryggismyndavélum verslanna og kráar, en fyrst og fremst úr Teslu Stefáns. Jafnframt fylgdust rannsakendur með símum sakborninganna, og kortlögðu hvenær þeir voru í sambandi við tilteknna símaturna, til þess að sýna ferðir þeirra. Myndbandið hefst þar sem Matthías sést, ásamt konunni sem ákærð er í málinu, í Hagkaup í Garðabæ. Þá sjást Lúkas og Stefán nema staðar á krá. Þar sést Stefán fara afsíðis með öðrum manni meðan Lúkas bíður inni í bílnum. Fréttamaður okkar Vésteinn Örn Pétursson fór yfir daginn í dómsal í kvöldfréttum Sýnar sem sjá má hér að neðan. Síðan er fylgst með ferð þeirra á Þorlákshöfn. Um það leyti er sett inn í myndbandið skjáskot af ljósmynd sem Stefán mun hafa sett á samfélagsmiðillinn Snapchat. Á myndinni sjást hann og Lúkas grímuklæddir með yfirskriftinni: „Coming for a piece of the pie“ sem mætti þýða sem „Komnir til að fá sneið af kökunni.“ Þá má sjá þegar Hjörleifur ráfar út frá heimili sínu. Jafnframt er sett fram á myndrænan hátt þegar konan sem er ákærð fyrir að hringja í Hjörleif til að fá hann úr húsinu, hringir í hann. Þá sést eiginkona hans koma á eftir honum, og setjast í sinn bíl, en hún mun hafa ætlað sér að skrá niður bílnúmer Teslunnar. Teslan sést nema staðar og keyra víðs vegar um Þorlákshöfn, og síðan fara þaðan í átt að Hveragerði, og svo að Hellisheiðarvirkjun. Þar sjást þeir nema staðar um nokkuð langt skeið. Símtalið við eiginkonu hins látna Upptökur af símtali Stefáns við eiginkonu Hjörleifs voru settar inn í þetta langa myndband. Þar heyrist Stefán halda því fram að Hjörleifur hafi átt í samskiptum við ellefu og tólf ára stúlkur. Stefán heyrist tala um að mögulega muni Hjörleifur enda úti í skurði, eða þá að „allt endi á netinu“. Einnig kallar hann Hjörleif barnaníðing. „Hvað get ég gert?“ spyr eiginkonan. „Segðu bara passwordið!“ svarar Stefán. „Hvaða password?“ segir hún. „Að Arion banka,“ segir hann Í kjölfarið sagðist hún ekki vita um lykilorðið að heimabanka hans og bað um fimm mínútna umhugsunarfrest. Stefán neitaði henni um þá bón. „Ég er ekki með neitt password frá honum,“ segir hún þá. Tóku Hjörleif upp Viðstöddum var einnig sýnt örstutt myndband sem einhver sakborninganna mun hafa tekið á einhverjum tímapunkti þetta kvöld af Hjörleifi. Þar sást hann með bundið fyrir augun. „Helvítis ógeðið þitt,“ segir óþekkt rödd í myndbandinu og skellir svo upp úr. Lúkas gekkst við því að hafa tekið umrætt myndband. „Ég vildi hafa sönnunargögn á hann,“ segir Lúkas. „[Myndböndin] sýna að við vorum að reyna að fá peninginn út úr honum. Partur af því að hafa eitthvað á manninn ef hann ætlar að fara eitthvað lengra.“ Þar að auki voru spilaðar hljóðupptökur þar sem Hjörleifur virtist lesa upp af síma einhvers sakborningana. Þar mun hann hafa verið látinn segja til nafns og halda því fram að hann væri perri. Umræddar upptökur voru þó mjög óskýrar. Stefán sagði hljóðupptökurnar renna frekari stoðum undir fullyrðingar sakborninga um að ekki hafi staðið til að myrða Hjörleif, heldur aðeins fjárkúga hann. „Það átti aldrei neinn að deyja. Þetta er þvílíkur harmleikur.“ „Ég er dauður“ Eftir einhverja veru við Hellisheiðarvirkjun kemur Matthías á vettvang. Síðan sjást þeir færa Hjörleif úr Teslunni og yfir í bíl Matthíasar. Síðan fara þeir á sitthvorum bílnum að iðnaðarbilinu við Esjumela, og stöðva þar um stund. Þar á eftir sjást þeir aka niður í Gufunes á bílunum tveimur. Öryggismyndavél fangar það vel þegar bílarnir nema staðar í Gufunesi. Þar færir Stefán sig úr Teslunni yfir í bíl Matthíasar. Þaðan keyra þeir lengra inn í Gufunes, þar sem myndavélar sýna ekki hvað átti sér stað. Þar munu þeir hafa verið í rúmar tuttugu mínútur. Upptaka úr búkmyndavél lögreglumanns sýndi aðkomuna að Hjörleifi í Gufunesi. Þar sést hann liggja á grasbletti við göngustíg á nærbuxum einum klæða, að því er virðist í nístingskulda. Karl Ingi saksóknari sýndi einnig mynd af svokölluðum Bitmoji Hjörleifs, teiknimyndafígúru notenda Snapchat. Átt hafði verið við fígúruna sama dag og hann dó þannig að höfuð fígúrunnar stóð upp úr jörðinni. Fyrir aftan hana var legsteinn sem á stóð: „I'm dead.“ Ég er dauður. Þegar myndin var borin undir Lúkas sagðist hann ekki kannast við hana. Hann hafi aðeins séð hana í málsgögnum. Hann sagði þó einungis sig, Stefán og Matthías hafa haft aðgang að síma Hjörleifs umrætt kvöld. Upptökur af eftirmálunum Einhverjir eftirmálar náðust jafnframt á upptöku og voru klipptir inn í myndbandið. Þar mátti til að mynda sjá Stefán fara með Tesluna á bílaþvottastöð, en þá var bílnúmerið komið í bílrúðuna. Jafnframt sást þegar lögreglan kom auga á hann og hann reyndi að komast undan, en hann keyrði undan lögreglu um Kópavog. Þegar Stefán flúði undan lögreglu mun hann hafa farið þessa leið. Upphafspunkturinn er hægra meginn og loka punkturinn vinstra meginn.Já.is Á myndbandi úr Teslunni sést Stefán keyra frá Bæjarlind í Kópavogi að verslunarmiðstöðinni Lindum og hringsóla þar, svo gegnum Smáratorg á Fífuhvammsveg, og inn á göngustíg í Kópavogi og þaðan inn í íbúðahverfi í Fífuhvammi. Síðan stöðvast upptakan, en fram hefur komið að Stefán hafi verið handtekinn í Kópavogi. Þá var sýnt frá því þegar Lúkas skildi eftir bréf handa Matthíasi meðan þeir voru í einangrun á Hólmsheiði. Hann gerði það í reykingapásu. Í öryggismyndavélakerfi fangelsisins sést þegar Lúkas kemur einhverju hvítu undir bekk á útisvæðinu þar sem hann fékk að reykja. Í kjölfarið sést ótengdur fangi finna bréfið og afhenda það fangaverði, en það mun hafa verið geymt í hvítri dós. Greint hefur verið frá innihaldi bréfsins, en í því stóð meðal annars: „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta.“ Matthías og Lúkas horfðust í augu og brostu hvor til annars þegar búið var að sýna myndbandið. „Tesla er ekki málið til að standa í svona,“ sagði Sigurður G. Gíslason dómari málsins jafnframt þegar myndbandinu var lokið. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára eru ákærðir fyrir að hafa orðið Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana, auk frelsissviptingar og ráns. Þá er átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti og tvítug kona ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Myndbandið sem um ræðir er um klukkutími og 40 mínútur að lengd, og var lagt fram af Karli Inga Vilbergssyni, saksóknara í málinu. Fyrir sýningu þess spurði dómari hversu langan hluta myndbandsins ætti að sýna. „Eigum við ekki bara að láta það rúlla?“ spurði Karl Ingi. „Ja, svo lengi sem menn nenna að horfa,“ bætti hann svo við. Upptökur úr Teslunni lykilgögn Mynbandið byggir að mestu leyti á myndböndum úr öryggismyndavélum á stöðum þar sem sakborningar voru staddir, kvöldið 10. mars síðastliðinn, sem og upptökum úr Teslu-bifreiðinni sem Lúkas og Stefán fóru á til Þorlákshafnar, þar sem Hjörleifur bjó. Í myndbandinu er fylgst er með myndefni úr öryggismyndavélum verslanna og kráar, en fyrst og fremst úr Teslu Stefáns. Jafnframt fylgdust rannsakendur með símum sakborninganna, og kortlögðu hvenær þeir voru í sambandi við tilteknna símaturna, til þess að sýna ferðir þeirra. Myndbandið hefst þar sem Matthías sést, ásamt konunni sem ákærð er í málinu, í Hagkaup í Garðabæ. Þá sjást Lúkas og Stefán nema staðar á krá. Þar sést Stefán fara afsíðis með öðrum manni meðan Lúkas bíður inni í bílnum. Fréttamaður okkar Vésteinn Örn Pétursson fór yfir daginn í dómsal í kvöldfréttum Sýnar sem sjá má hér að neðan. Síðan er fylgst með ferð þeirra á Þorlákshöfn. Um það leyti er sett inn í myndbandið skjáskot af ljósmynd sem Stefán mun hafa sett á samfélagsmiðillinn Snapchat. Á myndinni sjást hann og Lúkas grímuklæddir með yfirskriftinni: „Coming for a piece of the pie“ sem mætti þýða sem „Komnir til að fá sneið af kökunni.“ Þá má sjá þegar Hjörleifur ráfar út frá heimili sínu. Jafnframt er sett fram á myndrænan hátt þegar konan sem er ákærð fyrir að hringja í Hjörleif til að fá hann úr húsinu, hringir í hann. Þá sést eiginkona hans koma á eftir honum, og setjast í sinn bíl, en hún mun hafa ætlað sér að skrá niður bílnúmer Teslunnar. Teslan sést nema staðar og keyra víðs vegar um Þorlákshöfn, og síðan fara þaðan í átt að Hveragerði, og svo að Hellisheiðarvirkjun. Þar sjást þeir nema staðar um nokkuð langt skeið. Símtalið við eiginkonu hins látna Upptökur af símtali Stefáns við eiginkonu Hjörleifs voru settar inn í þetta langa myndband. Þar heyrist Stefán halda því fram að Hjörleifur hafi átt í samskiptum við ellefu og tólf ára stúlkur. Stefán heyrist tala um að mögulega muni Hjörleifur enda úti í skurði, eða þá að „allt endi á netinu“. Einnig kallar hann Hjörleif barnaníðing. „Hvað get ég gert?“ spyr eiginkonan. „Segðu bara passwordið!“ svarar Stefán. „Hvaða password?“ segir hún. „Að Arion banka,“ segir hann Í kjölfarið sagðist hún ekki vita um lykilorðið að heimabanka hans og bað um fimm mínútna umhugsunarfrest. Stefán neitaði henni um þá bón. „Ég er ekki með neitt password frá honum,“ segir hún þá. Tóku Hjörleif upp Viðstöddum var einnig sýnt örstutt myndband sem einhver sakborninganna mun hafa tekið á einhverjum tímapunkti þetta kvöld af Hjörleifi. Þar sást hann með bundið fyrir augun. „Helvítis ógeðið þitt,“ segir óþekkt rödd í myndbandinu og skellir svo upp úr. Lúkas gekkst við því að hafa tekið umrætt myndband. „Ég vildi hafa sönnunargögn á hann,“ segir Lúkas. „[Myndböndin] sýna að við vorum að reyna að fá peninginn út úr honum. Partur af því að hafa eitthvað á manninn ef hann ætlar að fara eitthvað lengra.“ Þar að auki voru spilaðar hljóðupptökur þar sem Hjörleifur virtist lesa upp af síma einhvers sakborningana. Þar mun hann hafa verið látinn segja til nafns og halda því fram að hann væri perri. Umræddar upptökur voru þó mjög óskýrar. Stefán sagði hljóðupptökurnar renna frekari stoðum undir fullyrðingar sakborninga um að ekki hafi staðið til að myrða Hjörleif, heldur aðeins fjárkúga hann. „Það átti aldrei neinn að deyja. Þetta er þvílíkur harmleikur.“ „Ég er dauður“ Eftir einhverja veru við Hellisheiðarvirkjun kemur Matthías á vettvang. Síðan sjást þeir færa Hjörleif úr Teslunni og yfir í bíl Matthíasar. Síðan fara þeir á sitthvorum bílnum að iðnaðarbilinu við Esjumela, og stöðva þar um stund. Þar á eftir sjást þeir aka niður í Gufunes á bílunum tveimur. Öryggismyndavél fangar það vel þegar bílarnir nema staðar í Gufunesi. Þar færir Stefán sig úr Teslunni yfir í bíl Matthíasar. Þaðan keyra þeir lengra inn í Gufunes, þar sem myndavélar sýna ekki hvað átti sér stað. Þar munu þeir hafa verið í rúmar tuttugu mínútur. Upptaka úr búkmyndavél lögreglumanns sýndi aðkomuna að Hjörleifi í Gufunesi. Þar sést hann liggja á grasbletti við göngustíg á nærbuxum einum klæða, að því er virðist í nístingskulda. Karl Ingi saksóknari sýndi einnig mynd af svokölluðum Bitmoji Hjörleifs, teiknimyndafígúru notenda Snapchat. Átt hafði verið við fígúruna sama dag og hann dó þannig að höfuð fígúrunnar stóð upp úr jörðinni. Fyrir aftan hana var legsteinn sem á stóð: „I'm dead.“ Ég er dauður. Þegar myndin var borin undir Lúkas sagðist hann ekki kannast við hana. Hann hafi aðeins séð hana í málsgögnum. Hann sagði þó einungis sig, Stefán og Matthías hafa haft aðgang að síma Hjörleifs umrætt kvöld. Upptökur af eftirmálunum Einhverjir eftirmálar náðust jafnframt á upptöku og voru klipptir inn í myndbandið. Þar mátti til að mynda sjá Stefán fara með Tesluna á bílaþvottastöð, en þá var bílnúmerið komið í bílrúðuna. Jafnframt sást þegar lögreglan kom auga á hann og hann reyndi að komast undan, en hann keyrði undan lögreglu um Kópavog. Þegar Stefán flúði undan lögreglu mun hann hafa farið þessa leið. Upphafspunkturinn er hægra meginn og loka punkturinn vinstra meginn.Já.is Á myndbandi úr Teslunni sést Stefán keyra frá Bæjarlind í Kópavogi að verslunarmiðstöðinni Lindum og hringsóla þar, svo gegnum Smáratorg á Fífuhvammsveg, og inn á göngustíg í Kópavogi og þaðan inn í íbúðahverfi í Fífuhvammi. Síðan stöðvast upptakan, en fram hefur komið að Stefán hafi verið handtekinn í Kópavogi. Þá var sýnt frá því þegar Lúkas skildi eftir bréf handa Matthíasi meðan þeir voru í einangrun á Hólmsheiði. Hann gerði það í reykingapásu. Í öryggismyndavélakerfi fangelsisins sést þegar Lúkas kemur einhverju hvítu undir bekk á útisvæðinu þar sem hann fékk að reykja. Í kjölfarið sést ótengdur fangi finna bréfið og afhenda það fangaverði, en það mun hafa verið geymt í hvítri dós. Greint hefur verið frá innihaldi bréfsins, en í því stóð meðal annars: „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta.“ Matthías og Lúkas horfðust í augu og brostu hvor til annars þegar búið var að sýna myndbandið. „Tesla er ekki málið til að standa í svona,“ sagði Sigurður G. Gíslason dómari málsins jafnframt þegar myndbandinu var lokið.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent