Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2025 14:48 Miklar skemmdir urðu á húsnæði Íslandsbanka í Mosfellsbæ við hraðbankaþjófnaðinn. Vísir/Anton Brink Hrannar Markússon, maður á fimmtugsaldri sem játað hefur aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar, er grunaður um mikinn fjölda afbrota milli þessara tveggja þjófnaða. Þessi tvö mál eru líklega tvö umtöluðustu þjófnaðarmál síðustu ára. Annars vegar er um að ræða Hamraborgarmálið svokallaða, þar sem tugum milljóna króna, ávinningi úr spilakössum, var stolið úr bíl öryggisfyrirtækis við Hamraborg í mars í fyrra. Myndefni úr öryggismyndavél sýndi tvo menn bakka eigin smábíl upp að öryggisbílnum, stela peningnum, og aka á brott, allt meðan öryggisverðir voru inni á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum. Hins vegar er Hrannar grunaður um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í ágúst síðastliðnum. Þar er hann talinn hafa stolið gröfu og ekið að nóttu til að þjónustukjarna í Þverholti þar sem Íslandsbanki er til húsa. Hrannar mun vera reyndur á stórar vinnuvélar og er talinn hafa numið hraðbankann á brott með henni. Á milli þess sem þessi tvö brot voru framin er Hrannar grunaður um umfangsmikla brotahrinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá því í ágúst er þrettán meintum brotum hans lýst sem munu hafa verið framin frá janúar á þessu ári til ágústmánaðar. Þar að auki er tekið fram að hann sé grunaður í þremur málum sem varða atburði ársins á undan, en gera má ráð fyrir að Hamraborgarmálið sé eitt þeirra. Hótað lífláti og nauðgun myndi hann ekki taka lán Mánudagskvöldið 27. janúar síðastliðinn er Hrannar, ásamt þremur öðrum, grunaður um rán og fjárkúgun. Fjórmenningarnir eru sagðir hafa ráðist inn á heimili manns, hótað honum barsmíðum og lífláti, rænt af honum fartölvu, síma, spjaldtölvu, heyrnartólum og bakpoka. Svo hafi þau neytt manninn út í bíl, ekið honum í hraðbanka og neytt hann til að taka út 300 þúsund krónur, sem þau svo tóku. Þar á eftir hafi þau tekið af honum greiðslukort og krafist þess að hann myndi taka þriggja milljóna króna lán daginn eftir sem yrði lagt inn á umrætt kort. Ef hann myndi ekki gera það yrði hann „drepinn og honum nauðgað“. Fram kemur í umræddum gæsluvarðhaldsúrskurði að Hrannar hafi neitað sök. Tenging við Gufunesmálið Rétttæpum mánuði síðar er Hrannar grunaður um þjófnað á riffli úr verslun byssusmiðs. Hann mun hafa játað sök í því máli. Nokkrum dögum eftir stuldinn fannst riffillinn, en þá var búið að bæta á hann hljóðdeyfi og fæti. Þess má geta að um tíma var Hrannar grunaður í Gufunesmálinu svokallaða. Við upphaf rannsóknar þess máls taldi lögregla líklegt að hann hafi ætlað að nota skotvopnið með einum eða öðrum hætti í tengslum við Gufunesmálið. Í Gufunesmálinu námu þremenningarnir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beittu hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Þremenningarnir hlutu á bilinu fjórtán til sautján ára fangelsisdóma fyrir verknaðinn. Hrannar var hins vegar ekki ákærður í því máli. Hann bar hins vegar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands. Þar greindi hann frá því að áðurnefndur Lúkas hafi boðið honum með austur umrætt kvöld. „Ég nennti ekki að fara austur,“ sagði Hrannar fyrir dómi og sagðist ekki hafa vitað hver tilgangur ferðarinnar hefði átt að vera. Stanslaus brot Fleiri meint brot Hrannars eru reifuð í áðurnefndum gæsluvarðhaldsúrskurði. Tveimur dögum eftir atburði Gufunesmálsins er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fram kemur að í því máli hafi lögreglan séð bíl, og virst ætla að stöðva hana, en misst sjónar á henni um stund. Þegar lögreglan hafi síðan fundið bílinn skömmu síðar hafi Hrannar og annar einstaklingur setið í aftursæti bílsins, en báðir neitað sök. Um mánuði síðar er hann grunaður um að hafa stolið rafmagnsreiðhjóli, peningakassa sem innihélt reiðufé og aukalyklum af bíl af tegundinni Jeep. Þjófnaðurinn mun hafa verið framinn í húsi þar sem húsráðendur voru erlendis. Í ágúst er hann síðan talinn hafa stolið umræddum bíl. Hann mun hafa verið á honum þegar hann stal gröfunni sem notuð var við hraðbankaþjófnaðinn. Í lok apríl er Hrannar talinn hafa framið innbrot og þjófnað úr verslun í Kópavogi. Þaðan á hann að hafa stolið Airpods-heyrnartólum, fjórum gjafakortum frá Íslandsbanka, og 1200 til 1500 Bandaríkjadölum, sem jafngildir um 150 til 200 þúsund krónum, úr læstum skáp í skrifstofurými verslunarinnar. Í upptökum úr öryggismyndavélum verslana, þar sem gjafabréfin voru síðan notuð, mátti sjá Hrannar ásamt konu sem einnig er grunuð í málinu. Hrannar er grunaður um ofsaakstur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið að nóttu til í júní. Lögreglan mun þá hafa veitt honum eftirför, meðan hann ók á ofsahraða og er talinn hafa stefnt lífi og heilsu annarra í hættu með því. Á hóteli að brjóta og bramla í nafni annars manns Í júlí er Hrannar aftur talinn hafa framið þjófnað og innbrot. Þá mun hann hafa leigt sér hótelherbergi á gistiheimili í nafni annars manns. Á meðan á dvöl hans stóð er hann grunaður um að hafa brotið hurð á starfsmannakompu og stolið þaðan kaffi og hitablásara. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þessi tvö mál eru líklega tvö umtöluðustu þjófnaðarmál síðustu ára. Annars vegar er um að ræða Hamraborgarmálið svokallaða, þar sem tugum milljóna króna, ávinningi úr spilakössum, var stolið úr bíl öryggisfyrirtækis við Hamraborg í mars í fyrra. Myndefni úr öryggismyndavél sýndi tvo menn bakka eigin smábíl upp að öryggisbílnum, stela peningnum, og aka á brott, allt meðan öryggisverðir voru inni á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum. Hins vegar er Hrannar grunaður um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í ágúst síðastliðnum. Þar er hann talinn hafa stolið gröfu og ekið að nóttu til að þjónustukjarna í Þverholti þar sem Íslandsbanki er til húsa. Hrannar mun vera reyndur á stórar vinnuvélar og er talinn hafa numið hraðbankann á brott með henni. Á milli þess sem þessi tvö brot voru framin er Hrannar grunaður um umfangsmikla brotahrinu. Í gæsluvarðhaldsúrskurði frá því í ágúst er þrettán meintum brotum hans lýst sem munu hafa verið framin frá janúar á þessu ári til ágústmánaðar. Þar að auki er tekið fram að hann sé grunaður í þremur málum sem varða atburði ársins á undan, en gera má ráð fyrir að Hamraborgarmálið sé eitt þeirra. Hótað lífláti og nauðgun myndi hann ekki taka lán Mánudagskvöldið 27. janúar síðastliðinn er Hrannar, ásamt þremur öðrum, grunaður um rán og fjárkúgun. Fjórmenningarnir eru sagðir hafa ráðist inn á heimili manns, hótað honum barsmíðum og lífláti, rænt af honum fartölvu, síma, spjaldtölvu, heyrnartólum og bakpoka. Svo hafi þau neytt manninn út í bíl, ekið honum í hraðbanka og neytt hann til að taka út 300 þúsund krónur, sem þau svo tóku. Þar á eftir hafi þau tekið af honum greiðslukort og krafist þess að hann myndi taka þriggja milljóna króna lán daginn eftir sem yrði lagt inn á umrætt kort. Ef hann myndi ekki gera það yrði hann „drepinn og honum nauðgað“. Fram kemur í umræddum gæsluvarðhaldsúrskurði að Hrannar hafi neitað sök. Tenging við Gufunesmálið Rétttæpum mánuði síðar er Hrannar grunaður um þjófnað á riffli úr verslun byssusmiðs. Hann mun hafa játað sök í því máli. Nokkrum dögum eftir stuldinn fannst riffillinn, en þá var búið að bæta á hann hljóðdeyfi og fæti. Þess má geta að um tíma var Hrannar grunaður í Gufunesmálinu svokallaða. Við upphaf rannsóknar þess máls taldi lögregla líklegt að hann hafi ætlað að nota skotvopnið með einum eða öðrum hætti í tengslum við Gufunesmálið. Í Gufunesmálinu námu þremenningarnir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beittu hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Þremenningarnir hlutu á bilinu fjórtán til sautján ára fangelsisdóma fyrir verknaðinn. Hrannar var hins vegar ekki ákærður í því máli. Hann bar hins vegar vitni í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands. Þar greindi hann frá því að áðurnefndur Lúkas hafi boðið honum með austur umrætt kvöld. „Ég nennti ekki að fara austur,“ sagði Hrannar fyrir dómi og sagðist ekki hafa vitað hver tilgangur ferðarinnar hefði átt að vera. Stanslaus brot Fleiri meint brot Hrannars eru reifuð í áðurnefndum gæsluvarðhaldsúrskurði. Tveimur dögum eftir atburði Gufunesmálsins er hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fram kemur að í því máli hafi lögreglan séð bíl, og virst ætla að stöðva hana, en misst sjónar á henni um stund. Þegar lögreglan hafi síðan fundið bílinn skömmu síðar hafi Hrannar og annar einstaklingur setið í aftursæti bílsins, en báðir neitað sök. Um mánuði síðar er hann grunaður um að hafa stolið rafmagnsreiðhjóli, peningakassa sem innihélt reiðufé og aukalyklum af bíl af tegundinni Jeep. Þjófnaðurinn mun hafa verið framinn í húsi þar sem húsráðendur voru erlendis. Í ágúst er hann síðan talinn hafa stolið umræddum bíl. Hann mun hafa verið á honum þegar hann stal gröfunni sem notuð var við hraðbankaþjófnaðinn. Í lok apríl er Hrannar talinn hafa framið innbrot og þjófnað úr verslun í Kópavogi. Þaðan á hann að hafa stolið Airpods-heyrnartólum, fjórum gjafakortum frá Íslandsbanka, og 1200 til 1500 Bandaríkjadölum, sem jafngildir um 150 til 200 þúsund krónum, úr læstum skáp í skrifstofurými verslunarinnar. Í upptökum úr öryggismyndavélum verslana, þar sem gjafabréfin voru síðan notuð, mátti sjá Hrannar ásamt konu sem einnig er grunuð í málinu. Hrannar er grunaður um ofsaakstur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið að nóttu til í júní. Lögreglan mun þá hafa veitt honum eftirför, meðan hann ók á ofsahraða og er talinn hafa stefnt lífi og heilsu annarra í hættu með því. Á hóteli að brjóta og bramla í nafni annars manns Í júlí er Hrannar aftur talinn hafa framið þjófnað og innbrot. Þá mun hann hafa leigt sér hótelherbergi á gistiheimili í nafni annars manns. Á meðan á dvöl hans stóð er hann grunaður um að hafa brotið hurð á starfsmannakompu og stolið þaðan kaffi og hitablásara.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira