Ráðning Auðuns Georgs Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49 Er útvarpsstjóri svona mikilvægur? Þetta endurómar tíma þegar útvarpsstjórinn var æðstiprestur íslenskar menningar, gekk eiginlega næstur forsetanum að virðingu (og var heldur ekki ósvipuð týpa) – flutti ávarp á nýársnótt sem þjóðin hlustaði á með andakt. Hann ríkti yfir stofnun þar sem var flutt menningarefni... Fastir pennar 21.7.2005 00:01 Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar. Lífið 12.4.2005 00:01 Fær ekki starfslokasamning Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisútvarpið. Innlent 8.4.2005 00:01 Fréttastofa í gíslingu? Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Skoðun 6.4.2005 00:01 Auðun Georg fær starfslokasamning Vinna við starfslokasamning Auðuns Georgs Ólafssonar og Ríkisútvarpsins er að hefjast, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Hann kvað lögfræðing Auðuns Georgs hafa óskað viðræðna um starfslok hans. Innlent 6.4.2005 00:01 Tekur nýjan fréttastjóra á teppið Formaður Útvarpsráðs vill svör við fréttastefnu nýs fréttastjóra Útvarps. Formaðurinn segir að hann hefði viljað að ráðningu Óðins Jónssonar hefði verið frestað. Snarpar umræður urðu um fréttastjóramálið á fundi útvarpsráðs í gær. Innlent 5.4.2005 00:01 Skipbrot átakastjórnmálanna Átakastjórnmál má kalla þau vinnubrögð þegar menn sem komist hafa í valdastöðu fyrir atbeina stjórnmálaflokka ákveða að fara sínu fram án tillits til sjónarmiða þess fólks sem málin varða hverju sinni, og sé almenn andstaða við einhverja tiltekna málsmeðferð skuli hún að engu höfð en málið keyrt af offorsi í gegn til þess að sýna styrk sinn í eitt skipti fyrir öll. Fastir pennar 5.4.2005 00:01 Harmsaga fréttastjórans á RÚV Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. Skoðun 5.4.2005 00:01 Útvarpsráð og -stjóri rúin trausti Stjórmálamenn þurfa oft að þola aðgangshörku fjölmiðla í umdeildum málum. Það er hluti af þeirra starfi og þeir sem ekki þola eina og eina gusu sem þeir telja óverðskuldaða eiga einfaldlega að leita sér að rólegra starfi. Fastir pennar 5.4.2005 00:01 Vonast til að sætta megi deilendur Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Innlent 3.4.2005 00:01 Óðinn Jónsson ráðinn fréttastjóri Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri réð í dag Óðinn Jónsson fréttastjóra Útvarps. Þetta kom fram í fréttum Útvarps klukkan sex. Óðinn var einn fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælti með í starfið en eins og kunnugt er var Auðun Georg Ólafsson fyrst ráðinn í starfið við kröftug mótmæli starfsfólks Ríkisútvarpsins. Innlent 3.4.2005 00:01 Fjórir sækja líklega ekki um aftur Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Innlent 2.4.2005 00:01 Friðrik Páll aftur fréttastjórinn Óljóst er hver næstu skref í ráðningu fréttastjóra Ríkisútvarpsins verða. Útvarpsstjóri segir að það verði rætt í útvarpsráði. Útvarpsráð segir Markús einan um þá ákvörðun. Fyrrverandi fréttastjóri sem útvarpsráð vildi síður í starfið sest aftur við stjórnvölinn. Innlent 2.4.2005 00:01 Óljóst um ráðningu fréttastjóra Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Auðun mætti til síns fyrsta vinnudags í gærmorgun og fékk heldur óblíðar móttökur. Innlent 2.4.2005 00:01 Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Innlent 2.4.2005 00:01 Erfiður dagur hjá Auðuni Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Innlent 1.4.2005 00:01 Auðun hætti við að þiggja starfið Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Innlent 1.4.2005 00:01 Viðtalið örlagaríka Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Innlent 1.4.2005 00:01 Fréttamenn RÚV ganga á fund forseta Alþingis Fréttamenn Ríkisútvarpsins ætla að ganga á fund forseta Alþingis nú klukkan 11 og afhenda honum áskorun um að grípa inn í fréttastjóradeiluna á RÚV. Innlent 1.4.2005 00:01 Auðun Georg hættur við Auðun Georg Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir því yfir að hann sjái sér ekki fært að þiggja starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing hans er svohljóðandi: Innlent 1.4.2005 00:01 Hinn sögulegi farsi Eflaust á Auðun Georg eftir að kynnast því að fréttastjórn á alvöru fréttastofu byggir ekki á lóðréttu boðvaldi yfirmanns yfir undirmönnum - þar gilda sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæð dómgreind fréttamannanna. Sá sem ekki er velkominn leiðtogi í slíkt teymi mun einfaldlega dingla í frígír á einhverju hliðarspori. Fastir pennar 1.4.2005 00:01 Alþingi hvatt til að taka í tauma Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Innlent 1.4.2005 00:01 Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðismenn hafa setið í menntamálaráðuneytinu undanfarin fjórtán ár og haft meira en rúman tíma til að skapa frið um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins. Þess í stað logar stofnunin stafnanna á milli. Fastir pennar 1.4.2005 00:01 Ófremdarástand á RÚV Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Innlent 1.4.2005 00:01 Fréttastjóri í einn dag "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Innlent 1.4.2005 00:01 Boðaðir á fund menntanefndar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og útvarpsráð Ríkisútvarpsins verða kallaðir á fund menntamálanefndar til að ræða stöðuna í útvarpinu í kjölfar fréttastjóramálsins. Gunnar I. Birgisson, formann nefndarinnar, og Mörð Árnason, fulltrúa Samfylkingar, greinir á um alvarleika málsins. Innlent 1.4.2005 00:01 Markús hlýtur að hugsa sinn gang Formaður Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, telur að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hljóti að hugsa sinn gang nú þegar Auðun Georg Ólafsson hafi ákveðið að taka ekki við starfi fréttastjóra útvarpsfrétta. Innlent 1.4.2005 00:01 Sökuðu stjórnarflokka um valdarán Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Innlent 1.4.2005 00:01 Afhentu forseta Alþingis ákall Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Innlent 1.4.2005 00:01 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49
Er útvarpsstjóri svona mikilvægur? Þetta endurómar tíma þegar útvarpsstjórinn var æðstiprestur íslenskar menningar, gekk eiginlega næstur forsetanum að virðingu (og var heldur ekki ósvipuð týpa) – flutti ávarp á nýársnótt sem þjóðin hlustaði á með andakt. Hann ríkti yfir stofnun þar sem var flutt menningarefni... Fastir pennar 21.7.2005 00:01
Jóhann Hauksson til Fréttablaðsins Jóhann Hauksson fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2 og yfirmaður svæðisstöðva Ríkisútvarpsins hefur verið ráðinn á ritstjórn Fréttablaðsins. Jóhann mun jöfnum höndum skrifa fréttir og starfa í hádegisútvarpi Talstöðvarinnar. Lífið 12.4.2005 00:01
Fær ekki starfslokasamning Útvarpið skýrði frá því í gær að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur hafnað beiðni lögmanns Auðuns Georgs Ólafssonar um viðræður um starfslokasamning við Ríkisútvarpið. Innlent 8.4.2005 00:01
Fréttastofa í gíslingu? Nú þegar mesta fjaðrafokið er búið vegna ráðningar fréttastjóra Ríkisútvarps get ég ekki lengur orða bundist. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með fréttatímum ríkisfjölmiðlana. Skoðun 6.4.2005 00:01
Auðun Georg fær starfslokasamning Vinna við starfslokasamning Auðuns Georgs Ólafssonar og Ríkisútvarpsins er að hefjast, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Hann kvað lögfræðing Auðuns Georgs hafa óskað viðræðna um starfslok hans. Innlent 6.4.2005 00:01
Tekur nýjan fréttastjóra á teppið Formaður Útvarpsráðs vill svör við fréttastefnu nýs fréttastjóra Útvarps. Formaðurinn segir að hann hefði viljað að ráðningu Óðins Jónssonar hefði verið frestað. Snarpar umræður urðu um fréttastjóramálið á fundi útvarpsráðs í gær. Innlent 5.4.2005 00:01
Skipbrot átakastjórnmálanna Átakastjórnmál má kalla þau vinnubrögð þegar menn sem komist hafa í valdastöðu fyrir atbeina stjórnmálaflokka ákveða að fara sínu fram án tillits til sjónarmiða þess fólks sem málin varða hverju sinni, og sé almenn andstaða við einhverja tiltekna málsmeðferð skuli hún að engu höfð en málið keyrt af offorsi í gegn til þess að sýna styrk sinn í eitt skipti fyrir öll. Fastir pennar 5.4.2005 00:01
Harmsaga fréttastjórans á RÚV Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. Skoðun 5.4.2005 00:01
Útvarpsráð og -stjóri rúin trausti Stjórmálamenn þurfa oft að þola aðgangshörku fjölmiðla í umdeildum málum. Það er hluti af þeirra starfi og þeir sem ekki þola eina og eina gusu sem þeir telja óverðskuldaða eiga einfaldlega að leita sér að rólegra starfi. Fastir pennar 5.4.2005 00:01
Vonast til að sætta megi deilendur Óðinn Jónsson var óvænt ráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarps í dag. Hann segir vonast til að hægt verði að sætta deilendur innan Ríkisútvarpsins og um það séu þeir útvarpsstjóri sammála. Innlent 3.4.2005 00:01
Óðinn Jónsson ráðinn fréttastjóri Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri réð í dag Óðinn Jónsson fréttastjóra Útvarps. Þetta kom fram í fréttum Útvarps klukkan sex. Óðinn var einn fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælti með í starfið en eins og kunnugt er var Auðun Georg Ólafsson fyrst ráðinn í starfið við kröftug mótmæli starfsfólks Ríkisútvarpsins. Innlent 3.4.2005 00:01
Fjórir sækja líklega ekki um aftur Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Innlent 2.4.2005 00:01
Friðrik Páll aftur fréttastjórinn Óljóst er hver næstu skref í ráðningu fréttastjóra Ríkisútvarpsins verða. Útvarpsstjóri segir að það verði rætt í útvarpsráði. Útvarpsráð segir Markús einan um þá ákvörðun. Fyrrverandi fréttastjóri sem útvarpsráð vildi síður í starfið sest aftur við stjórnvölinn. Innlent 2.4.2005 00:01
Óljóst um ráðningu fréttastjóra Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Auðun mætti til síns fyrsta vinnudags í gærmorgun og fékk heldur óblíðar móttökur. Innlent 2.4.2005 00:01
Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Innlent 2.4.2005 00:01
Erfiður dagur hjá Auðuni Það er óhætt að segja að Auðun Georg hafi átt erfiðan fyrsta dag í vinnunni sem hann hefur nú reyndar ákveðið að taka ekki við. Innlent 1.4.2005 00:01
Auðun hætti við að þiggja starfið Auðun Georg Ólafsson ætlar ekki að þiggja starf sem fréttastjóri útvarpsins sem Markús Örn Antonsson réð hann til. Hann sendi tilkynningu um ákvörðun sína á alla fjölmiðla um klukkan sex. Innlent 1.4.2005 00:01
Viðtalið örlagaríka Þegar Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Ríkisútvarpsins, kom til starfa í gær tók Ingimar Karl Helgason, fréttamaður Útvarpsins, viðtal við hann í hádegisfréttum. Hluti viðtalsins birtist hér: Innlent 1.4.2005 00:01
Fréttamenn RÚV ganga á fund forseta Alþingis Fréttamenn Ríkisútvarpsins ætla að ganga á fund forseta Alþingis nú klukkan 11 og afhenda honum áskorun um að grípa inn í fréttastjóradeiluna á RÚV. Innlent 1.4.2005 00:01
Auðun Georg hættur við Auðun Georg Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir því yfir að hann sjái sér ekki fært að þiggja starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Yfirlýsing hans er svohljóðandi: Innlent 1.4.2005 00:01
Hinn sögulegi farsi Eflaust á Auðun Georg eftir að kynnast því að fréttastjórn á alvöru fréttastofu byggir ekki á lóðréttu boðvaldi yfirmanns yfir undirmönnum - þar gilda sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæð dómgreind fréttamannanna. Sá sem ekki er velkominn leiðtogi í slíkt teymi mun einfaldlega dingla í frígír á einhverju hliðarspori. Fastir pennar 1.4.2005 00:01
Alþingi hvatt til að taka í tauma Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Innlent 1.4.2005 00:01
Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðismenn hafa setið í menntamálaráðuneytinu undanfarin fjórtán ár og haft meira en rúman tíma til að skapa frið um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins. Þess í stað logar stofnunin stafnanna á milli. Fastir pennar 1.4.2005 00:01
Ófremdarástand á RÚV Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru ósáttir í gærmorgun við að forsætisráðherra hafnaði því að ræða ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær í fjarveru menntamálaráðherra. Innlent 1.4.2005 00:01
Fréttastjóri í einn dag "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Innlent 1.4.2005 00:01
Boðaðir á fund menntanefndar Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og útvarpsráð Ríkisútvarpsins verða kallaðir á fund menntamálanefndar til að ræða stöðuna í útvarpinu í kjölfar fréttastjóramálsins. Gunnar I. Birgisson, formann nefndarinnar, og Mörð Árnason, fulltrúa Samfylkingar, greinir á um alvarleika málsins. Innlent 1.4.2005 00:01
Markús hlýtur að hugsa sinn gang Formaður Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, telur að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hljóti að hugsa sinn gang nú þegar Auðun Georg Ólafsson hafi ákveðið að taka ekki við starfi fréttastjóra útvarpsfrétta. Innlent 1.4.2005 00:01
Sökuðu stjórnarflokka um valdarán Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Innlent 1.4.2005 00:01
Afhentu forseta Alþingis ákall Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Innlent 1.4.2005 00:01