Tekur nýjan fréttastjóra á teppið 5. apríl 2005 00:01 Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar." Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Formaður Útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, ætlar að spyrja Óðin Jónsson, nýjan fréttastjóra Útvarps hvort honum þyki "virkilega" að Útvarpið hafi staðið rétt að umfjöllun um fréttastjóramálið, sem orðið hafi til þess að Auðun Georg Ólafsson sagði sig frá starfi síðastliðinn föstudag. Gunnlaugur Sævar segist munu leggja fram þessa spurningu á næsta fundi útvarpsráðs, þar sem Óðinn verði gestur fundarins. Á fundi útvarpsráðs í gær fór fram snörp umræða um feril fréttastjóramálsins. Gunnlaugur Sævar kvaðst hafa beint því til útvarpsstjóra á fundinum að þetta mál yrði skoðað. "Það sem ég ræddi mest voru áhyggjur mínar af þessum unga manni sem fékk þessa meðferð sem hann fékk," sagði Gunnlaugur Sævar. "Ég gat þess að mér væri sama hvað þessir menn lemdu á mér, til þess væri ég þarna. En ég hlýt að gera þá kröfu til starfsmanna Ríkisútvarpsins að þeir gangi hægt um gleðinnar dyr í svona málum, þegar fólk gerir ekki annað en að óska eftir starfi við stofnunina og fá það. Ég minni á að fréttamenn eigi sífellt að vera vakandi yfir því að þeir sem hafa hag af málum séu ekki mikið með puttana í þeim." Gunnlaugur Sævar sagði að fréttamenn RÚV hefðu farið algjöru offari í málinu og viðtalið við Auðun Georg í hádegisfréttum Útvarpsins síðastliðinn föstudag hefði verið fyrir neðan allar hellur. Formaður útvarpsráðs kvaðst hafa viljað bíða með að ráða nýjan fréttastjóra Útvarps, eftir að Auðun Georg gekk úr skaftinu, þar til fjölmiðlafrumvarpið væri orðið að lögum. Sú aðferð yrði viðhöfð við ráðningu yfirmanns dagskrárgerðar í stað Jóhanns Haukssonar. Á útvarpsráðsfundinum lagði Ingvar Sverrisson fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Samfylkingar vegna ráðningar fréttastjóra útvarps: "Fulltrúar Samfylkingarinnar í útvarpsráði lýsa yfir ánægju með niðurstöðu fréttastjóramálsins sem er í samræmi við afstöðu okkar á síðasta fundi, þar sem við lýstum þeirri skoðun okkar að velja bæri einn af þeim fimm sem hæfastir voru taldir í hópi umsækjenda. Það hefur útvarpsstjóri að lokum gert. Að gefnu tilefni lýsum við fullu trausti á fréttastofu útvarps og starfsmenn hennar."
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira