Hvað gerist næst? Guðmundur Magnússon skrifar 1. apríl 2005 00:01 Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það ræðst líklga á fundi útvarpsráðs á þriðjudaginn hvað næst gerist í fréttastjóramálinu svonefnda. Nú hefur Auðun Georg Ólafsson ákveðið að draga sig til baka en einhver verður víst að stjórna fréttastofunni. Sá möguleiki er fyrir hendi að einhver annar úr hópi umsækjenda verði valinn í starfið en meiri líkur eru þó á því að annað hvort verði staðan auglýst á ný eða ráðning látin bíða þar til ný lög um Ríkisútvarpið, sem liggja fyrir Alþingi í frumvarpsformi, hafa tekið gildi. Varafréttastjóri mundi þá stjórna fréttastofunni á meðan. En hvað verður um Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra? Pereatið sem hann fékk hjá samstarfsfólki sínu er einsdæmi í sögu opinberrar stofnunar hér á landi. Það er tæpast ánægjulegt fyrir hann að ganga um Útvarpshúsið og þurfa að vinna náið með fólki sem ber til hans þann hug sem vantraustsyfirlýsingin sýnir. Ýmsir hafa fullyrt að Markús Örn hafi sýnt því áhuga um nokkurt skeið að hverfa til annarra starfa. Í því sambandi hafa menn einkum nefnt utanríkisþjónustuna. Markús Örn er öflugur maður og mundi vafalaust sóma sér vel á slíkum vettvangi. Hvort ríkisstjórin sé reiðubúin að ganga í málið núna er annar handleggur; kannski þykir það ekki líta vel út eftir framgöngu Markúsar í fréttastjóramálinu. En nefna má í þessu sambandi að laust er starf sendiherra í Kaupmannahöfn því Þorsteinn Pálsson er á heimleið. Hvað sem þessum vangaveltum líður virðist blasa við að Ríkisútvarpið getur ekki til lengri tíma búið við óbreytta forystu. Raunar má segja að það gildi ekkert síður um útvarpsráð en útvarpsstjóra; meirihluti þess sýndi furðulegt dómgreindarleysi í fréttastjóramálinu. En varla fara menn að skipta um útvarpsráð núna þegar segja má að dagar þess séu allir samkvæmt stjórnarfrumvarpinu sem líklegt verður samþykkt á Alþingi innan fárra vikna. Líklega er það skoðun meirihluta fólks að ráðning Auðuns Georgs í starf fréttastjóra hafi verið misráðin og að hvatir til hennar hafi verið pólitískar. En ekki má horfa fram hjá því að mörgum finnst líka að starfsfólk útvarpsins - ekki síst fréttamennirnir - hafi á stundum gengið of langt. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, hefur talað um einelti í þessu sambandi og Auðun Georg gagnrýnir harðlega vinnubrögð fréttamannanna í yfirlýsingu sinni í gær. Líklegt verður því að telja að Ríkisútvarpið og fréttastofan sérstaklega hafi beðið skaða af fréttastjóramálinu, alveg óháð réttmæti málstaðarins. Þetta gerist á sama tíma og Ríkisútvarpið er að horfa upp á stóraukna samkeppni frá Símanum og Skjá einum annars vegar og svo hins vegar Stöð 2, Bylgjunni og Talstöðinni nýju. Eigi Ríkisútvarpið að rétta úr kútnum eftir það sem á undan er gengið þarf áreiðanlega mikið átak.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar