Fjórir sækja líklega ekki um aftur 2. apríl 2005 00:01 Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fjórir af þeim fimm umsækjendum sem Bogi Ágústsson taldi hæfasta til að gegna stöðu fréttastjóra fréttastofu Ríkisútvarpsins telja ólíklegt að þeir sæki um stöðuna að nýju, verði hún auglýst. Sá fimmti var í morgun beðinn um að gegna stöðunni tímabundið eftir að Auðun Georg Ólafsson gekk úr skaftinu í gær. Eins og margoft hefur komið fram taldi Bogi Ágústsson að fimm af tíu umsækjendum um stöðu fréttastjóra væru hæfastir. Auðun Georg var ekki þar á meðal en var engu að síður ráðinn. Hann hætti við að taka við starfinu í gær eftir margra vikna mótmæli starfsmanna Ríkisútvarpsins. Fréttastofa Stöðvar 2 spurði þá fimm sem Bogi taldi hæfasta í dag hvort þeir myndu sækja um verði staðan auglýst fljótlega. Hjördís Finnbogadóttir taldi það ólíklegt og í sama streng tók Arnar Páll Hauksson. Jóhann Hauksson svaraði spurningu fréttamanns með þessum hætti: „Á meðan útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, er þarna innanhúss, tel ég mér ekki fært að starfa innan veggja Ríkisútvarpsins." Hann segir að alger trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Markúsar og hans og á því hafi ekki orðið nein breyting. Hann hafi því sagt upp störfum en bætir við að hverfi Markús Örn af stóli útvarpsstjóra þá muni hann hugsanlega sækja um stöðuna. Sá fjórði, Óðinn Jónsson, segir að þessi spurning sé sér nú ekki efst í huga eftir atburði gærdagsins en honum finnist það afar ólíklegt. Enn sé sama útvarpsráð og sami útvarpsstjóri og hann hafi ekki orðið var við stuðning frá þeim. Óðinn segir Auðun Georg hafa gert það eina rétta í stöðunni en að hörmulegt sé að til þessarar atburðarásar skyldi hafa þurft að koma. Af orðum Óðins má ráða að enn andar köldu í garð útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs úr herbúðum fréttamanna. Hann bendir á að vantrausyfirlýsing mikils meirihluta starfsfólks Ríkisútvarpsins í garð útvarpsstjóra sé enn í gildi. Ekki sé vitað hvernig hann vinni úr því. Óðinn segist enn fremur aldrei hafa orðið var við að formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, hafi staðið með Ríkisútvarpinu. Hann hafi sagt að fréttamenn hafi lagt Auðun Georg í einelti en því hafnar Óðinn. Sá fimmti, Friðrik Páll Jónsson, var í morgun beðinn um að hlaupa í skarðið og gegna stöðu fréttastjóra þar til ráðið yrði í stöðuna og varð hann við þeirri beiðni. Hann segist reikna með að sækja um stöðuna að nýju. Fréttastofa lagði ítrekað skilaboð fyrir Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, formann útvarpsráðs, í dag sem hann svaraði ekki.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira