Powerade-bikarinn

Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin
Lið Hauka og Fram áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars kvenna í handbolta í kvöld. Grótta var síðan fjórða liðið til að komast þangað.

Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin
Kvennalið Vals er komið í undanúrslit Powerade bikarsins í handbolta og tekur því þátt í bikarúrslitavikunni sjöunda árið í röð.

Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“
Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands.

Eyjaför hjá bikarmeisturunum
Valur mætir ÍBV á útivelli í átta liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta. Valskonur eiga titil að verja.

Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum
Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

Framarar slógu út bikarmeistarana
Fram sló bikarmeistara Vals út úr bikarnum í kvöld eftir sigur í leik liðanna í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Afturelding í bikarúrslitin
Afturelding varð í kvöld annað liðið á eftir Stjörnunni til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin
Stjarnan tryggði sér sæti í bikarúrslitaviku karlahandboltans í kvöld með eins marks sigri á ÍR í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV
Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar.

FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin
FH og Valur urðu í kvöld tvö síðustu liðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit Powerade bikars karla í handbolta.

Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja.

ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum
Ríkjandi bikarmeistarar Vals í handbolta karla þurfa að slá út Gróttu og svo Fram til þess að komast í fjögurra liða úrslitavikuna í Powerade-bikarnum. Dregið var í 8-liða úrslit í dag.

„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“
„Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV.

Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram
ÍBV hefur verið dæmdur 10-0 sigur í leiknum gegn Haukum fyrir rúmri viku, í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“
„Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla.

ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“
Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku.

Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd Handknattleikssambands Íslands eftir að hann sló leikmann Hauka í andlitið.

Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld
Afturelding varð í kvöld sjötta félagið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum
Fram varð í kvöld fimmta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta.

KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu
KA og Stjarnan eru komin áfram í 8-liða úrslit í Powerade-bikar karla í handknattleik eftir góða sigra nú í kvöld.

Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum
Haukar eru komnir í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handknattleik eftir öruggan sigur á ÍBV á heimavelli. Þá eru ÍR-ingar sömuleiðis komnir áfram eftir sigur á Akureyri.

Fram flaug áfram í bikarnum
Framkonur eru komnar í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í handbolta eftir öruggan sigur á Selfossi í kvöld, 26-19, þrátt fyrir að staðan væri jöfn snemma í seinni hálfleik.

Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“
„Við erum svekkt yfir þessu en skiljum ákvörðunina,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Bikarkeppnunum í handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll.

„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“
Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals.

Tuttugasti stóri titil Önnu Úrsúlu
Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir varð í gær bikarmeistari í sjötta sinn á ferlinum og bætti því enn einum titlinum við magnaða ferilskrá sína.

Benedikt Gunnar bætti 22 ára markamet Halldórs Ingólfs
Benedikt Gunnar Óskarsson var í gær fyrsti maðurinn í sögu bikarúrslitaleik karla í handbolta til skora fimmtán, sextán eða sautján mörk í einum úrslitaleik.

Myndaveisla frá tvöföldum bikarfögnuði Valsfólks
Valur varð í dag tvöfaldur bikarmeistari í handbolta er félagið tryggði sér titilinn í bæði karla- og kvennaflokki.

Hafdís bikarmeistari með þriðja liðinu: „Þetta er orðið svolítið fyndið“
Hafdís Renötudóttir átti sannkallaðan stórleik í marki Vals í dag er liðið tryggði sér sinn níunda bikarmeistaratitil í kvennaflokki með þriggja marka sigri gegn Stjörnunni, 25-22.

Agnar um þrettánda titilinn: „Alltaf nýtt ævintýri“
Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals, var í skýjunum eftir tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43. Þetta var 13 titillinn sem Agnar vinnur á ferlinum og að hans mati eru allir jafn mikilvægir.

„Það fór bara allt inn“
Valur vann tólf marka sigur gegn ÍBV 31-43 í úrslitum Powerade-bikarsins. Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, fór hamförum og skoraði 17 mörk.