„Litla höggið í sjálfstraustið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. febrúar 2025 14:02 Steinunn Björnsdóttir segir Framkonur klárar í slaginn. Tíminn sé til kominn að vinna Val, á ný. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld. „Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi. Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
„Það er mikið undir og mikið lagt í þetta. Þetta eru leikirnir sem maður æfir allan veturinn fyrir. Það er auka pressa og fiðringur í maganum, sem er bara eðlilegt,“ segir Steinunn við íþróttadeild um leik kvöldsins. Verkefnið er ekki einfalt fyrir Framkonur, sem eru í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2022 en þá tapaði Fram fyrir Val í úrslitum keppninnar. Valur á titil að verja og tapaði ekki einum einasta leik, í öllum keppnum, allt árið 2024. „Valur hefur verið gríðarlega sterkur undanfarin ár og þær hafa náð frábærum árangri. Ég býst samt við spennuleik. Þetta er Reykjavíkurslagur svo vonandi verður þetta spennandi fram á lokamínútu og við ætlum sannarlega að gefa okkar allt,“ segir Steinunn. Steinunn í baráttunni við Elínu Rósu Magnúsdóttur í leik liðanna í vetur.Vísir/Anton Brink Evrópuleikirnir gætu haft áhrif Valur spilaði tvo orkufreka leiki við Slaviu Prag í EHF-bikarnum um helgina, á laugardag og sunnudag, þar sem liðið skrifaði sig í sögubækurnar með því að komast í undanúrslit keppninnar. Aðspurð um hvort það geti verið einhver þreyta í Valsliðinu eftir þá leiki segir Steinunn: „Auðvitað getur það haft áhrif en þær hafa mikla breidd og þær geta dreift álaginu vel. Við þurfum að hugsa meira um okkur og fá í gegn þann leik sem við viljum ná og stoppa þeirra sterkustu vopn. Þá er ég viss um góð úrslit.“ 1.005 dagar án sigurs Líkt og greint var frá á Vísi fyrr í dag hefur Fram ekki unnið leik gegn Valskonum í 1.005 daga. Fram lagði Val og vann Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda 29. maí 2022. Síðan þá hafa liðin leikið tíu keppnisleiki og Fram ekki unnið einn einasta. „Litla höggið í sjálfstraustið,“ segir Steinunn létt. “Það er kominn tími á að breyta því og ég finn á mér að í dag verður góður dagur fyrir Fram.“ „Vissulega er Valur stóra liðið í þessum leik. Við komum líka smá pressulausar inn í þetta og reynum að njóta og finna gleðina úr stúkunni. Fyrst og fremst að njóta þess að vera þarna saman. Það eru forréttindi að fá að spila svona stóra leiki og ég veit að ef við náum fram okkar leik, gleðinni og samstöðunni, þá verður þetta góður dagur. Ég hlakka bara til að gera þetta með stelpunum,“ segir Steinunn enn fremur. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 18:00 og verður lýst beint á Vísi.
Powerade-bikarinn Fram Valur Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira