Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn. Sjá má brot af fagnaðarlátunum hér að neðan.
















Haukar urðu á laugardag bikarmeistari kvenna í handbolta. Var þetta fyrsti bikartitill kvennaliðsins í 18 ár.
Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var á staðnum og myndaði fögnuðinn. Sjá má brot af fagnaðarlátunum hér að neðan.
Haukar urðu í dag bikarmeistarar kvenna í handbolta eftir fimm marka sigur á Fram, 20-25, í úrslitaleik á Ásvöllum. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og unnu sér upp forystu í fyrri hálfleik sem þær létu ekki af hendi í þeim seinni.
„Svo sætt. Svo glöð. Svo ánægð“ sagði mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar og bikarmeistarinn Sara Sif Helgadóttir, fljótlega eftir sigur Hauka gegn Fram í úrslitaleik. Hún var skiljanlega sátt með að fá aðeins tuttugu mörk á sig gegn „geggjuðu sóknarliði“ Fram.