Landsbankinn

Fréttamynd

Upp­götvuðu svikin á fimmtu­degi og kærðu að­fara­nótt laugar­dags

Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­legt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“

Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði.

Neytendur
Fréttamynd

Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga

Embætti Héraðssaksóknara hefur fært fjármuni, sem fjársvikarar höfðu af Landsbankanum og Arion banka vegna kerfisgalla hjá Reiknistofu bankanna, yfir á eigin reikning. Það var gert til þess að losa frysta reikninga fólks sem hafði fengið fjármunina lagða inn á þá af fjársvikurunum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei mikil­vægara að fylgjast vel með lánunum

Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­svikamálið komið til Héraðssaksóknara

Fjársvikamálið gagnvart bönkunum er komið til héraðssaksóknara. Fram hefur komið að fleiri séu grunaðir en þeir fimm sem handteknir voru um helgina. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins halda áfram hjá embættinu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri grunaðir en þeir sem voru hand­teknir

Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið.

Innlent
Fréttamynd

Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga.

Innlent
Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir

Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stálu hundruðum milljóna hjá Lands­bankanum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar fjársvik upp á um fjögur hundruð milljónir af íslensku bönkunum. Einstaklingum tókst að millifæra háar upphæðum af eigin reikningum án þess að inneign væri til staðar vegna galla hjá Reiknistofu bankanna. Fimm sæta farbanni grunaðir um aðild að málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“

Bankastjóri Landsbankans segir ávöxtunarkröfu á ríkisskuldabréf þegar hafa lækkað frá því að bankinn tilkynnti um breytingar á lánaframboði sínu. Nú sé ljós við enda ganganna og spurning hvort slíka truflun á lánamarkaði hafi þurft til að verðbólga hjaðni og vextir verði lækkaðir. Hún segir markmið bankans þó aðeins hafa verið tryggja framboð íbúðalána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­spil bankans sýni að dómurinn auki sam­keppni

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingar á lánaframboði Landsbankans séu áhugaverðar, og hægt sé að líta á þær bæði jákvæðum og neikvæðum augum. Annars vegar minnki framboð af verðtryggðum lánum og stýrivextir fari í kjölfarið að bíta meira, en hins vegar séu komin skilyrði fyrir mikilli lækkun stýrivaxta. Vaxtadómurinn komi til með að auka samkeppni og skýrleika fyrir neytendur.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn breytir fram­boði á lánum eftir vaxtadóminn

Aðeins fyrstu kaupendur geta nú fengið verðtryggt íbúðalán og breytilegir vextir bera fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans samkvæmt breytingum sem Landsbankinn hefur gert á framboði sínu á nýjum lánum. Breytingarnar eru gerðar eftir dóm Hæstaréttar sem gerði ákveðna skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lán­veit­endum vex Vaxta­málið í augum

Arion banki, Landsbankinn og minnst þrír lífeyrissjóðir hafa takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar þar sem ákveðnir lánaskilmálar Íslandsbanka voru dæmdir ólögmætir. Arion banki og Landsbankinn bíða þess að Hæstiréttur dæmi í svipuðum málum höfðuð gegn þeim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á hlutum í fimm ríkis­félögum gæti lækkað vaxta­gjöld um yfir 50 milljarða

Andvirði sölu á eignarhlutum ríkisins í fimm fyrirtækjum, meðal annars öll hlutabréf í Landsbankanum og tæplega helmingshlutur í Landsvirkjun, gæti þýtt að hægt yrði að greiða niður skuldir ríkissjóðs um liðlega þúsund milljarða og um leið lækka árlegan vaxtakostnað um nærri helming, að sögn forstjóra eins umsvifamesta fjárfestingafélags landsins.

Innherji
Fréttamynd

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins

Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent