Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 18:38 Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið um 400 milljónir frá íslenskum bönkum og langstærstum hluta þess frá Landsbankanum. Vísir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband. Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti um fjársvikin til lögreglu á laugardag og voru fimm aðilar handteknir í kjölfarið. Um er að ræða íslenska og erlenda ríkisborgara sem allir eru búsettir hér á landi. Stefán Örn Arnarson, fulltrúi hjá fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að fleiri en þeir fimm sem voru handteknir séu grunaðir í málinu og að til rannsóknar sé hvort háttsemin hafi verið skipulögð. Unnið sé að því að hafa uppi á fólki sem grunað er um að eiga þátt í svikunum og sé staðsett erlendis. Óljóst hve lengi hægt var að nýta veikleikann Í heildina höfðu hinir grunuðu svikið út 400 milljónir frá íslenskum bönkum með því að margfalda upphæðir við millifærslur á eigin reikningum. Búið er að frysta og leggja hald á muni og fjárhæðir sem nema um 250 milljónum, þar af fimm bifreiðar. Fulltrúi fjármunabrotadeildar segir að unnið sé að frekari kyrrsetningu og endurheimt fjármuna. Mörgum spurningum í málinu er þó ósvarað. Meðal annars hversu lengi hægt var að nýta sér gallann hjá Reiknistofu bankanna en í samtali við fulltrúa fjármunabrotadeildar lögreglu kom fram að þar væru einhverjar vikur undir. Þá sagði hann að eitt af því sem lögreglan þyrfti að skoða væri hvort bifreiðar hafi verið seldar í góðri trú og með eðlilegum hætti en lagt var hald á fimm bifreiðar við rannsókn málsins. Ekki orðið við beiðni um viðtal Fréttastofa ræddi í dag við karlmann sem seldi einum hinna grunuðu bifreið. Á föstudag var öllum bankareikningum hans lokað vegna viðskiptanna og það var ekki fyrr en seinni partinn í dag sem hann fékk aðgang að sparnaðarreikningi sínum. Hann gagnrýnir skort á svörum bæði frá lögreglunni og bankanum. „Ég er fastur í þessari stöðu og enginn getur svarað mér. Það lítur út eins og þeir séu að greina mig vegna þess að ég er frá sama landi og sumir hinna grunuðu,“ sagði Lukas Pauzuolis í samtali við fréttastofu í dag. Reiknistofa bankanna hefur ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal og þá vildi Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans ekki tjá sig og vísaði á lögregluna þegar fréttastofa hafði samband.
Sviku milljónir af Landsbankanum Lögreglumál Efnahagsbrot Arion banki Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira