Handbolti

Fréttamynd

Björg­vin Páll semur við Val

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu.

Handbolti
Fréttamynd

Al­gerir yfir­burðir Barcelona

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru enn með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir stórsigur dagsins. Að þessu sinni var það Anaitasuna sem lá í valnum, lokatölur 40-23.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana.

Lífið
Fréttamynd

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.

Handbolti
Fréttamynd

Spánverjar tóku bronsið

Spánn vann Frakkland, 35-29, í leiknum um bronsverðlaunin á HM í Egyptalandi. Úrslitaleikurinn fer fram síðar í dag er Danir og Svíar mætast klukkan 16.30.

Handbolti
Fréttamynd

Gefur upp á­stæðuna fyrir heyrnar­tólunum

Glenn Solberg hefur gert frábæra hluti með vængbrotið sænskt lið á HM í Egyptalandi. Þeir eru komnir í úrslitaleikinn og mæta Danmörku. Flautað verður til leiks klukkan 16.30 í Egyptalandi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er frá annarri plánetu“

Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar.

Handbolti